LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 320
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 335
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 554130
Samtals gestir: 58762
Tölur uppfærðar: 8.11.2025 18:41:01

16.05.2025 17:54

Ölvaldur og Guðmunda Ellen

Ölvaldur kemur vel út úr vetrarþjálfun hjá Guðmundu Ellen á Selfossi

Þau mættu  á WR íþróttamót Sleipnis  með einkunnina 6,67 sem telst fínn árangur í fyrstu atrennu 

Ölvaldur verður í B úrslitum hjá Sleipni á morgun 17.maí kl. 14

Það væri frábært ef sem flestir Limsverjar sæu sér fært að mæta við félagsheimilið (Guðmundarstofu)n.k.þriðjudagskvöld þegar þau koma svo í Víðidalinn  um kl. 18 .

 

 

 

20.03.2025 12:44

Ölvaldur er búin að vera í þjálfun hjá Guðmundu Ellen frá áramótum  og er greinilega í góðu formi

 Sjá  meðfylgjandi linka

https://youtu.be/xz3EwhLV_Io

 https://youtu.be/uKW-6oaNbzc

 https://youtu.be/vdZvUiZMaOo

31.05.2023 19:10

Ölvaldur

Alltaf er jafn forvitnilegt að sjá hvernig folar Limsfélagsins koma undan vetrarþjálfun.

Vonumst við til að sjá sem flesta þegar Ölvaldur frá Finnnastöðum verður sýndur á aðalvelli Fáks í Víðidal n.k.mánudag  05.júní 2023

Mæting í Guðmundarstofu í Félagsheimili Fáks kl 19:30

 

 

 

 

07.02.2023 18:06

 

Forsala á hrossakjötsveislu Limsfélagsins verður í Guðmundarstofu fimmtudaginn 9.febrúar frá klukkan 18:30

Að sjálfsögðu verður tekið vel á móti fólki og boðið upp á betra verðið í miðakaupum ??

Það er engin spurning hvort eigi að mæta á laugardaginn því glensmenn Limsfélagsins eru að hafa sig alla við að toppa öll önnur ár!

Svo búast má við hlátursköstum, góðum félagsskap og eintómri gleði

????

30.01.2023 19:18

Nei hvur grefillinn ,kaldasti janúar frá 1918 er þá ekki komin tími til að blása aðeins í glæðurnar og hrista uppí þessu .

Höldum í gleðina og mætum á hrossakjötsveislu Limsfélagsins 2023 í Fáksheimilinu 11. Febrúar.

Að vanda verður einhver sem hrærir í heilasellum veislugesta og lyftir upp brosvöðvunum. ??

Hrossakjöt verður á boðstólum í ýmsum útgáfum, meðlæti og göróttir drykkir.

Miðasala auglýst á næstu dögum.

Nánari upplýsingar í s:698-8370

Myndlýsing ekki til staðar.

 

 

29.10.2022 08:03

Grétar H Þórisson

Forsprakkar og frammámenn Limsfélagsins er ákaflega nútímalegir í skipulagningu og stjórnunarháttum, eins og undirritaður hefur margfundið á eiginn skinni. Slaufunarmenning, jaðarsetning,útskúfun, einelti og hrútskýringar eru þeirra aðalsmerki. Ég fékk s.s. ekkert sms eða aðra tilkynningu um skoðunarferð dagsins, frekar en margir aðrir. Garðar í Órækt rak inn trýnið hjá mér í gær og talaði af sér svo allt komst upp, Ég hringdi í Sigga Svavars sem sagði að það hefðu svo fáir fengið skilaboðin að Helgi Slaufunarmenningarmálaráðherra hefði pantað þrjú Hopp rafmagnshlaupahjól og enn væri laust pláss á einu þeirra. Helgi frá Hrútskýringu hringdi svo í mig og vildi meina að það væru skuggastjórnendur félagsins JFH og fleiri sem létu helst aldrei sjá sig opinberlega sem væru að reyna að fækka þáttakendum í ferðunum og loka á heimsóknir á hestabúgarða og ræktunarbú. Það væri bara allt að hafast hjá þeim. Ég sem hef lengi verið jaðarsettur verð trúlega jarðsettur og aflimaður eftir að hafa lýst meðferðinn á mér og þeirri útilokun sem þarf að þola. Ég óska fyrrum félögum mínum alls hins besta og vona að framtíðin beri skaut sitt fyrir þeim ;-) Grétar grautfúli

24.10.2022 17:14

Þegar Vetur konungur hefur læðst inn þá taka Limsverjar sig til og hópast saman til að taka út frumtamningu á Hvelli Kveikssyni og Rauð frá Fróðholti

Við erum nú ekkert að flækja málin frekar en vanalega og tökum rútu frá Reiðhöllinni Víðidal n.k.laugardag 29.október kl.9:30 og heimkoma  er kl 17:00

Skráning í síma 698 8370 

 

02.07.2022 22:06

Landsmót 2022

Forleikur hefur keppni á LM 2022 Hellu í A flokki á mánudaginn 04.07.