LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Sigurður Jónsson frá Brún
Frændi minn og vinur Sigurð Jónsson frá Brún var fæddur1898. Foreldrar hans voru Anna Hannesdóttir frá Eiðsstöðum og Jón Sigurðssonfrá Eldjárnsstöðum. Þau settu saman bú á Brún í Svartárdal. Þeirri jörð vartalin fylgja óhamingja. Anna veiktist af berklum og dó kornung . BróðirSigurðar druknaði í Svartá þriggja ára. Jón bóndi veiktist í maga og dó þegarSigurður var á fermingaraldri. Hann var þá orðinn einn eftir af fjölskyldunni áBrún. Ættingjar hans og forráðamenn ákváðu að selja jörð og bú og verjaandvirðinu til menntunar Sigurði. Jón faðir hans hafði verið hestamaður og áttigóð hross af gömlum stofni, sem kenndur var við bæinn Stafn í Svartárdal. Afþeim stofni var frægastur gæðingurinn Eldjárnsstaða Blesi.  Þegar uppboð var haldið á Brún og allar eigursem í búinu voru áttu að seljast vantaði m.a. rautt mertryppi og því var þaðekki selt. Tryppið fannst síðar og var það um stund aleiga Sigurðar af gangandigripum. Festi hann mikla ást á þessu rauða tryppi og kallaði hryssuna Snældu.

Sigurður fór suður til náms eins og ættmenn hans vildu. Þótthann færi þá alfarinn frá Brún kenndi hann sig við þá jörð æ síðan. Sigurðisóttist nám vel en hann var stórlyndur og með mjög ríka réttlætiskennd.Bekkjarbróðir Sigurðar var rekinn úr skóla, saklaus að því er Sigurður taldi.Sagði hann sig þá úr skólanum í mótmælaskini með bréfi  og ritaði utaná " TIL HINS LÆRÐA SKÓLA- EFSKÓLA SKYLDI KALLA"   Þá varð þessi  visa til;

Sigurður svarti

Sá er nú á parti

Skálmar um skólann allann

"ef skóla  skyldi kallann"

Sigurður hóf nám í Kennaraskólanum og útskrifaðist þaðan.Síðan varð barnakennsla vetrarstarf Sigurðar marga áratugi. Hann varfarskólakennari víða um land og við góðan orðstý. Hann mun hafa verið mjöggóður kennari og minnntust sumir nemendur hans með  mikilli ánægju. Hann kenndi lengi í Eyjafirðiog síðan í Fnjóskadal, Landeyjum, Borgarfirði og ef til vill víðar. Sigurðurgiftist tvisvar en missti báðar konur sínar eftir skamma sambúð. Hann eignaðistsoninn Indriða með fyrri konu sinni en er hún dó frá barninu kornungu , tókHelga systir hennar og  ArnórSigurjónsson skólastjóri Indriða í fóstur og ólu hann upp sem sinn eigin son.Indriði fór ungur í siglingar með erlendum þjóðum. Var hann í því ferðalagiáratug eða meira og hafði lítið eða ekkert samband við sitt fólk á Íslandi .                                       

Sigurður tamdi hryssuna sína rauðu sem ein var eftir afBrúnareignunum. Hún mun hafa verið hörkuviljugt klárhross. Undan henni  komu nokkur folöld sem af varð mikil saga. Ásumrum var Sigurður nokkur sumur fylgdarmaður náttúrufræðinga um hálendiÍslands og var hann mikill náttúruunnandi. Síðar stundaði hann tamningar ásumrin og oft verslun með hross. Hann kom gjarnan snemma sumars  í Blöndudal með  hóp hrossa og var þá á leið norður íEyjafjörð og Þingeyjarsýslur.  Húnvetningarog Skagfirðingar voru hrossamargir en á austanverðu Norðurlandi var lítiðhrossauppeldi og því mikil eftirspurn eftir hrossum áður en vélaöldin gekk ígarð. Gjarnan tók hann nokkur hross úr Blöndudal til tamningar eða íumboðssölu.  Skilaði hann þátamningarhrossum síðsumars og þá oft sem fulltömdum gæðingum. Tamningarlag hansvar annað en nú tíðkast. Þá var meira um hrekkjahesta  og vandamálahross. Sigurður var oftast einn áferð og með rekstur. Óþekktarhesta lét hann bera kliftöskur sínar. Hann vareinstaklega þolinmóður að ríða brokk tímunum saman en lét sjaldan sjá til sín álulli. Er það næsta ótrúlegt hvernig honum tókst að komast leiðar sinnareinsamall með hrossaflota.Hvarvetna var Sigurður aufúsugestur. Þrátt fyrir  að Sigurður væri oft svartsýnn og þunglyndur svo sem eðlilegt var eftir óblíðalífsreynslu þá hafði hann á valdi sínu fágæta frásagnarsnilld og ógleymanlegt tungutak.Hann var ágætt ljóðskáld og hafsjór af lausavísum eftir sjálfan sig og þá  ekki síður aðra. Það varð alltaf hátíð þegarSigurður reið í garð , Tvær ljóðabækur gaf hann út. Heita þær Sandfok og Ræturog mura. Ennfremur mun hann hafa látið eftir sig mikið safn ljóða í handriti.Er það til skammar fyrir okkur frændur hans og vini að sýna því safni engansóma. Sigurður átti fágætt safn ljóðabóka sem eg held að Búnaðarsamband AusturHúnvetninga hafi keypt og ætti það að vera á bókasafninu á Blönduósi.   Þá kom út bókin "Einn á ferð og oftastríðandi" með frásögnum Sigurðar af nokkrum ferðalögum. Er þar að finnasýnishorn af frásagnarmáta Sigurðar og tungutaki.

Sýnishorn af ritfærni Sigurðar :

 ,,Ég mun hafa tekiðeitthvað í þann gamla og fráleitt hef ég þagað né verið orðprúður. Að minnsta kosti sleppti hann takinu og tóktil fótanna.

Eftir vananum hefði ég mátt búast við æsilegri stökkroku og ofsa en þarna brá hann öðru við. Það var eins og hann blygðaðist sín og vildi úr öllu bæta. Hann vafði sig upp ífangið á mér og dansaði í sveigum á brokki aftan við merarnar tvær  svo mjúku, að mörgu tölti er betra, og tættiþær á flugsprett. Þokki undi því ekki að láta reka frá sér allt kvenkyns ogfylgdi  fúslega. Svo hratt var farið aðengu gat hann bætt við hraða nema þá á stökki og langaði að mér sýndist meiratil að rjúka á móráuða dólginn hann bróður sinn en til hins að þreyta við hannkapphlaup um merarnar.

Sem sagt, hann rann brokkflugið meðfram okkur  Snúð,skimandi og óráðinn í öllu nema því aðláta ekki skilja sig eftir. Einstöku sinnum létti hann sér á stökk,spor ogspor,en lítið tak í taum nægði ætíð til að grípa hann niður á brokkið sittaftur. Hefði ég vitað að hann ætti vekurð til, eins og sannaðist í tamningu,þáhefði ég talið honum það til nízku að gefa mér ekki skeiðsýningu líka, en skeiðdatt mér ekki í hug og leitaði því ekki eftir. Ég sat munarölvaður og nautferðarinnar.

Aðra eins þeysireið man ég aldrei að ég hafi farið svo lengi.Göturnar glumdu,mjúkar hlemmmigötur. Lotulöng stökkhögg hryssnanna reknu dunduvið og örtítt pikk snarfimra brokkfóta bræðranna. Það var nú jódynur með  takti.''

Eins og áður sagði tamdi Sigurður Snældu. Það það átti fyrirhenni að liggja að verða mikil ættmóðir. Undan henni komu nokkur hross og kunnastur þeirra er Þokki  134 frá Brún. Sigurður kenndi hann við Brúneins og sjálfan sig, þótt  folinn kæmiþar aldrei. Þokki var hafður graður og út af honum  komu nokkrir hestar sem hafðir voru tilkynbóta í Blöndudal og Svartárdal. Einnig var hann notaður í Eyjafirði og ef til vill víðarNorðanlands. Síðar var hann seldur suður í Mýrdal og varð þar kynsæl l.Sigurður var geysilega fróðurum ættir hrossa. Hann rekti ættirnar gjarnan langsum, þa ð  er að segja segja , hann gat ekki endilega um alla ættleggi , heldur rakti föður eða móðurætt. Rökin að baki því  taldi hann að helst væri hæfileika að væntafrá þeim forfeðrum sem hefðu haft hæfileika til að bera, ekki frá meðalhrossunumeða þeim lakari. Sigurður gaf út bók um framætt hrossa sinna. Heitir hún"Stafnsættirnar " og er bæði fróðleg og skemmtileg aflestrar                                           Í  Í austanverðri  Húnavatnssýslu voru  uppúr 1970 nokkrir hrossaræktendur sem höfðu dálæti á hrossum ættuðum frá Sigurði. Stofnuðu þeir með sér félagsskap í þvískyni að reyna að rækta svo sem unnt væri þetta kyn og sýna því sóma. Félagþetta hét Snældufélagið. Nokkrir notuðu fremur graðhesta sem áttu ætt að rekja til Snældu í sem flestar áttir, heldur enaf öðrum kynjum. Fyrir ódugnað okkar lognaðist félagið útaf eftir áratug eða umþað bil.      Svo sem áður sagði  eignuðust allmargir Húnvetningar graðfola frá Sigurði  eða út af hrossum hans. Eg  keypti rauðskjóttan tvævetling af honum voriðsem eg byrjaði búskap. Hann reyndist mér prýðilega og varð kynsæll. Einnighafði eg í láni rauðblesóttan fola úr eigu Sigurðar sem síðar fór í Kirkjubæ enendaði sem reiðhestur Sigurjóns Valdimarssonar og hét þá Ljúflingur. Góðirgraðhestar af kyni Sigurðar voru einnig á Ytri Löngumýri, Guðlaugsstöðum Finnstungu,Gunnsteinsstöðum, Skeggstöðum og Brandsstöðum. Undan Ægi á Brandsstöðum komHremmsa í Skollagróf, móðir Neista og Jarpur í Finnstungu , faðir Fengs 457 áEiríksstöðum en hann var faðir Sörla 653 á Sauðárkróki ættföður hrossa SveinsGuðmundssonar og afi Náttfara776 frá Ytra Dalsgerði. Þá ber að nefna  Abel 613 frá Mosfelli , en hann var síðar keyptur af Hrossaræktarsambandi Austur Húnvetninga og notaður hjá okkur í nokkur ár                                                                                                                        Sigurður eignaðist  aldrei jarðnæði. Hann átti þó nokkrar hryssur út af Snældu, sem hann  varð að koma fyrir hjá öðrum. Þegar sett var á stofn hrossaræktarbú á Hólum í Hjaltadal seldi Sigurður búinu nokkrar hryssur. ÞegarGunnar Bjarnason tók við forræði á hinum forna biskupsstóli  seldi hann Sigurðar hrossin og dreifðust þau. Einar á Mosfelli, Guðbrandur Ísberg keyptu hryssur svo og Sigurður sjálfur. Einnig eignaðist ég hryssu  frá Sigurði sem Guðbrandur hafði eignast.    

 Nú er svo komið  að mikill hrossafjölda er hægt að rekja á einhvern hátt til Snældu. Við lauslega athuguná Stóðhestablaði Eiðfaxa 2012 þar sem getið er rúmlega 120 stóðhesta, sem hæstbera um þessar mundir eru a.m.k. 100 þar sem Snælda kemur fyrir á einn eðafleiri vegu í framætt.  Það er út af fyrir sig umhugsunarefni hve sparihrossastofn landsmanna er orðinn skyldur. Hryssan Snælda sem fæddist fyrir hundraðárum er orðin formóðir þvílíks hrossafjölda.                                                Af nafnkunnum stóðhestum þar sem ekki er augljós skyldleiki  við Snældu, má nefna Kolfinn frá Kjarnholtum,Glampa frá Vatnsleysu, Gust frá Hóli,Smára frá Skagaströnd,Vaðal frá Akranesi ,Víking frá Ási og Dimmi frá Álfhólum.    

Indriði Sigurðsson kom heim úr heimsreisu sinni.  Sigurður fagnaði honum ákaflega og komu þeirfeðgar norður vel ríðandi. Indriði eignðist fljótlega konu og börn. Sigurðurhætti kennslu og keypti íbúð með þeim hjónum. Gerðist hann vaktmaður  á olíubyrgðastöð. Hafði hann þar gott næðitil skrifta. Háði hann harðar blaðadeilur um skáldskap, en hann hafði horn ísíðu atómskáldanna. Hann var eindreginn náttúruverndarmaður og vaskurandstæðingur hersetu Bandaríkjamanna á Íslandi. Skrifaði hann magnaðar blaðagreinarog birti margar í málgagni Þjóðvarnarflokksins "Frjálsri þjóð"                                                  Sigurður dó árið 1970.   

Páll Pétursson.