LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Upphaf

 

Limsfélagið

 

Aðdragandi að þessum félagsskap er sá að  í kynbótanefnd var  það rætt í haust að  stofna kreppufélagsskap með það að leiðarljósi  að létta lund hestafólks og ná þannig "hardcore" kjarna af skemmtilegum hestamönnum sem myndu gleðjast saman yfir þeim glæsta stóðhesti sem ætlunin var að fjárfesta í.

Markmið í byrjun: Að finna fola helst ekki eldri en tveggja vetra,á skikkanlegu verði,með einhver sérkenni  til að það væri einhver möguleiki að eigendurnir þekktu hann og var lagt upp með  að leita eftir hsti með Zebrahestslit. Helst undan 1 verðlauna foreldrum eða foreldum með heiðursverðalun.

Leitin: Í upphafi virtist mislitun(skjótt) vera ódýrasta leiðin að sérkenninu. En svo varð þrautin þyngri þegar að uppgötvaðist að  aðeins einn stóðhestafaðir  vakti  áhuga pöpulsins til að sameinast  í svo göfugum félagsskap.  Að sjálfsögðu  er þar átt við Álf frá Selfossi . (Landinn alltaf jafn kröfuharður.)

Þegar búið var að finna verðugan 1.verðlauna föður hófst  leitin að móður sem bæri  líka þann verðlaunapening um hálsinn.  Jújú þær eru nú til á Íslandi en verðmiðinn á afkvæmum þeirra og  Álfs  og þar sem ekkert kúlulán fékkst  í púkkið, varð til þess að nefndarmennn  brutu odd af oflæti sínu og einbeittu sér að mæðrum sem hefðu án efa  hlotið 1verðlaun ef eigendur þeirra hefðu gefið sér tíma frá beljututli til að sinna reiðmennsku utandyra.

 

Eftir  langa og stranga leit út um allt land og margar embættisferðir  ti l að skoða ýmsa fola  flest alla á 2007 verði, reyndist Limur frá Leiðólfsstöðum vera langbesti kosturinn í stöðunni, ódýr,skjóttur og limaburður fagur. Nafngift folans er tilkomin vegna þess að hann hefur alltaf borið af jafnöldrum sínum í limaburði, hágengur og mjúkur .

Ákveðið var að stofna Limsfélagið með 70 stofnmeðlimum  en svo mikil ásókn varð í hlutinn að hótað var fjansamlegri  yfirtöku á tímabili ,

 

Samþykktir Skemmti- og ræktunarfélagsins um Lim frá Leiðólfsstöðum

 

 

1.    gr.

Félagið heitir Skemmti- og ræktunarfélagið Limur.

 

2.    gr.

Félagið er skemmtifélag skemmtilegra hestamanna um stóðhestinn Lim frá Leiðólfsstöðum. Aðal tilgangur félagsins er að hafa gaman saman og gera félagið að eftirsóttasta félasskap í Íslandshestaheiminum. Einnig að koma Lim til æðstu metorða í viðskiptaheimi stóðhestana.

 

3.    gr.

Félagið skiptist í 70 eignarhluta og veitir hver hlutur eitt atkvæði á fundum félagsins og rétt á að halda einni hryssu undir hestinn árlega.

 

4.    gr.

Skráður eigandi hlutar er ávallt ábyrgur fyrir greiðslu félagsgjalds hverju sinni. Komi til breytinga á hlut í félagsskapnum, ber að tilkynna það með sannanlegum hætti til stjórnar hverju sinn, sem skráir breytinguna í félagsskrá félagsins.  Selji menn hlut sinn og tilkynni ekki um eigendaskiptin og jafnframt greiði ekki félagsgjaldið, verður sá hlutur seldur þar sem stjórnin er grandalaus um framsalið nema annað verði sannað.

 

5.    gr.

Stjórn félagsins skipa fimm menn og eru þeir kosnir á aðalfundi félagsins. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum. Ekki mega líða meira en tvö ár á milli aðalfunda. Stjórnin heldur fundargerðabók og sér um rekstur félagsskaparins á milli funda en heldur stjórnafundi eins oft og þurfa þykir og hafi skemmtigildi félagsskaparins í hávegum.

6.    gr.

Ef mikil aðsókn er í að halda undir Liminn skal félgsmönnum úthlutað plássi ár hvert sem róterar svo á milli ára. Dregið verður í fimm 14 manna hópa sem rótera á milli ára, þ.a. einn hópur er á húsgangmáli, tveir í fyrra gangmáli og tveir í seinna gangmáli. Árið eftir flyst sá hópur sem fékk húsgangmál yfir í fyrra gangmál, annar hópurinn úr fyrra gangmálinum yfir í það seinna osfrv. Stjórn Lims ákveður notkunarreglur þegar annað truflar hefðbundna nýtingu á þremur gangmálum á ári s.s. kynbótadómar eða sýning.

 

7.    gr.

Hryssur sem eru hjá Lim eru alfarið á ábyrgð eigenda.

 

8. gr.

Sérstakt félagsgjald er rukkað inn á hverju ári og er það rekstrarkostnaður fyrir Lim. Stjórn félagsins ákveður upphæð félagsgjaldsins hverju sinni og eru það eingöngu ætlað sem uppihaldsfé fyrir Liminn. Þeir sem borga ekki félagsgjaldið hafa fyrirgert rétti sínum í að vera í félagsskapnum og rennur þá viðkomandi hlutur til Skemmti- og ræktunarfélagsins sem auglýsir hann til sölu á heimasíðu félagsins. Hluturinn verður síðan seldur hæstbjóðanda og rennur ágóðinn í skemmti- og ferðasjóð félagsins.

 

9.    gr.

 

Komi til sölu á Lim frá Leiðólfsstöðum þarf meirihluti hluthafa að samþykkja söluna. Hluthafar hafa forkaupsrétt. Söluandvirðið rennur síðan til hluthafa nema annað verði ákveðið á sérstökum fundi sem verður boðaður skriflega og ¾ fundarmanna samþykkja.

 

10. gr.

 Lögum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi og þarf samþykki ¾ fundarmanna til þess.

 

Reykjavík 18. nóv. 2009

Áritun stjórnamanna: