LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Gestabók

3.7.2019 kl. 10:49

Hvar eru hestarnir okkar í girðingu í sumar.

Er að hugsa um að fara með meri undir Forleik eða Kolfinn í sumar. Verða þeir ekki einhverstaðar í girðingu og hvar eru þeir.

Ómar Ívarsson

13.8.2018 kl. 11:43

Forleikur

Góðan dag
Hér um árið keypti ég hlut í Forleik en fékk aldrei neina staðfestingu á því. Sé hvergi neina eigendaskrá eða neitt því um líkt. Stökk á þetta á sínum tíma því mér finnst hesturinn ofur fallegur.
Ég hef aldrei staðið í neinu slíku áður og reyndi að fylgjast með svona fyrst um sinn en hef alltaf misst af heimsóknarferðum og öðru sem tengist því að eiga hlut í hest í félaginu. Hef aldrei fengið neina meldingu um að ég sé skráður hluthafi í hestinum og satt best að segja þá eiginlega gleymdi ég því um tíma.
Getur einhver staðfest við mig minn eignarhlut í hestinum og hvernig er best að fylgjast með svo maður missi ekki af öllu.
Mín kaup fóru í gegnum vin minn sem einnig á hlut í Forleik.
Kær kveðja,
Guðrún

Guðrún Magnúsdóttir

3.1.2015 kl. 22:58

Kveðjustund.

Þau sorgartíðindi bárust mér til eyrna nú á haustmánuðum að Limur frá Leiðólfsstöðum væri að yfirgefa landið og ætti ekki afturkvæmt aftur á klakann, ég fann til skelfingar og skjálfta í hnjánum og átti erfitt með að halda aftur af tárunum við þá tilhugsun að kanski ætti ég aldrei aftur eftir að berja hann augum, þvílíkt augna konfekt að sjá hann þeysa um völlinn fangreistan og glæsilegan með Sigga vin minn Matt í hnakknum og ekki skemmdi liturinn fyrir svona fallega belju skjóttur og auðþekktur hvar sem hann fór.
Allar góðar sögur taka enda en ekki sagan af honum Lim hún verður sögð mann fram af manni og gott ef ekki verði gerð kvikmynd um Liminn, sé ég fyrir mér að það verði sóttur skjöldóttur nautkálfur til Hollands til þess að leika Lim og heyrt hef ég að það standi til að grafa upp laungu týndan leikar til þess að leika Helga múr en sá ágæti leikari heitir Júlíus Brjánsson og fréttist síðast af honum við ritstörf og hrossahlátur (Júlla sko, Helgi er ekki tíndur svo ég viti) en það versnar heldur í því þegar kemur að því finna einnhvern til þess að leika fyrrverandi Sólheimabóndan hann Halla Palla en þeir 'Olafur Darri og Halli í Enni koma helst til greina, Sæmi junior frá Syðstugrund kemur til með að leika Mattaran enda er hann sá einni a landinu sem er klofinn jafn langt upp og hann Siggi vinur okkar.

Með árnaðaróskum um að nýja Limlausa árið verði okkur öllum til gæfu.
Tryggvi Jónsson.

Tryggvi Jónsson

29.11.2014 kl. 3:40

Hlutur

Langar að eignast hlut í stóðhesti sem félagið á

Snorri Tómasson

6.2.2011 kl. 21:01

vill eignast hlut

Ég veit ekki hvað gerðist þegar Limur var keiptur,einka vinur minn Siggi Svavars lét mig ekki vita Það er vonandi hækt að bæta úr því.

Ómar Jóhannsson

21.12.2010 kl. 22:35

jja manni er strax farið að hlakka til ! arið byrjar vel

Geiri

7.4.2009 kl. 10:28

Misskilningur

Mér þótti leiðinlegt að lesa hér færslu frá sármóðguðum Ljósálf. Hið rétta er að enginn i limsfélaginu hefur verið að gera lítið úr Ljósálfi og örugglega ekki á þessari síðu, enda reyndum við að kaupa hann vegna þess að það er bráðefnilegur foli.
Hugsanlegahefur " skemmtiskoðanakönnun " hér á síðunni átt einhvern þátt í þessu, en þá vil ég benda viðkomandi á að Ljósálfur var þar í hópi ekki ómerkari fola en bróður síns Hákons frá Ragnheiðarstöðum sem verður að teljast eitthvert mest spennandi tryppi sem undan Álfi hefur komið, hvað sem síðar verður.
Reynum svo að forðast allt skítkast, það er hvorki til skemmtunar né sóma.

Garðar Sigursteinsson

5.4.2009 kl. 21:08

haha viljiði vita hvað er svoldið mikið fyndið , þið voruð alveg ólm í að kaupa ljósálf frá hvítanesi buðuð 2 milljónir í hann svo núverandi eigendur gætu ekki fengið hann og svo eruð þið alltaf að reyna að rakka hann niður þið eruð hlægileg , hann er mikið betri en þessi Limur , allvega á hann fyrstu verðlauna móðir og ekki á hann systkini sem er með svo lága aðaleinkun og hæfileikum eins og Limur hvað er systir hans með 6.20 í hæfileikum er það ekki . ekki mikið gott það

skondnir kaupengur þið