LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2020 Ágúst

14.08.2020 22:11

Minningarorð

Ásgeir Rafn Reynisson  08.12.1961-30.07.2020

 Limsfélagið var stofnað  eftir hrun 2008 til að gera eitthvað skemmtilegt í Víðidalnum (Fák) á volæðis tíma.Keyptur var 3ja vetra foli sem Limur hét og þar með kom nafn félagsins.  Endalaust var hægt að gantast með nafnið og varð það happ félagsins.Geiri réttur var innsti koppur frá upphafi.  Alltaf til,hvort sem var farið í vísindaferðir eða undirbúa hrossakjötsveislu.  Alltaf voru síðustu orð eira í undirbúningnum: ,,Ég kem með blómin".Allir gestir hrossakjötsins í gegnum árin (10 ár )minnast Geira  skenkja  fordrykk ,brosandi  með hlý orð á vör.  Veislan var hafin Geiri sá um það. Ekki minnkaði áhugi Geira á félaginu þegar nýtt álitlegt  folald var keypt.  Jú  hann hafði öll eðal genin,nóg af gulum Ófeigur 882 og Sær frá  Bakkakoti, kóngurinn í röðum stóðhesta að hans mati.Aldrei heyrði ég  að Geiri legði neikvætt orð í garð nokkurs manns.

Á spjalli sem oft var á milli okkar  síðustu ár kom iðulega fram hvað hestamennska og keppni Eyglóar dóttur hans veitti honum mikla ánægju og gleði.

Tvær eftirminnilegar ferðir fórum við norður í land á síðasta sumri og hausti við þriðja mann.

Sú fyrri að kaupa Hvell frá Steinnesi en til skoðunar var  að láta hann í Limsfélagið og varð úr.

Hin ferðin var ógleymanleg ferð Í Laufskálarétt þar sem okkar maður var í essinu sínu frá byrjun til enda í tæplega sólarhrings ferð og ekki sá vín á manni.

Í báðum ferðum fór Geiri að skima yfir á Svarfhól (í Stafholtstungum) þegar Gljúfurá nálgaðist.

,,Þarna var ég í sveit" og skynjaði maður  á svip Geira,ómetanlegar mnningar frá uppvaxtarárunum hjá Rabba frænda og nafna  og fjölskyldu hans.

Blessuð sé minning þín, kæri vinur.

Þú fórst alltof snemma og er þín sárt saknað

Helgi Sigurjónsson


 

06.08.2020 06:17

Hvellur KveikssonHvellur,fremst
Hvellur Kveiksson til hægri
  • 1