LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2020 Apríl

25.04.2020 22:15

Góður Forleikur

Dagurinn byrjaði á því að rútan festist á upphafsreit í tvígang í Víðidalnum.

Bara svona létt upphtun á því sem á eftir kom í vetur.

En það gleðilega var að mjög góð þátttaka var í ferðinni enda menn spenntir að sjá alvöru Forleik.

Staðkunnugur maður hoppaði uppí bílinn á Hvolsvelli til leiðsagnar að Svanavatni í Austur-Landeyjum.

En fljótlega var hann yfirbugaður sem leiðsögumaður og tóku 24 höfuðborgarbúar við ásamt einum ofurbónda úr Dölunum. sem áttavitar. EItthvað klikkaði segulinn og ferðuðust rútubúar austur undir Eyjafjöll og sáu sumir Gljufrabúa  og jafnvel inn í Þórsmörk í fyrsta sinn.

Já en svo snerist möndullinn og rennt var  í hlað á Svanavatni hjá Hlyni og Bjarney

Húsráðendur eru greinilega mjög vel ríðandi og fóru í hnakkinn  á þremur gæðingum ásamt Forleik.

Eigendur Forleiks voru mjög svo uppnumdir af eigninni  og gleymdu fegurð Eyjafjallanna á stundinni.

.

Haldið var í vesturátt aftur og fékk þá Bergur Palsson að komast að sem fararstjóri um sína sveit og fór lauslega yfir unga sögu Landeyjanna,en saga Landeyjanna er ekki eldri  en svona 150 ára gömul

(Meðalaldur rútumeðlima var  ca.55 ára.),eða síðan Markarfljót var beislað og hætti að flæmast að eigin vild um neðiri hluta Rangárvallasýslu.

Seinni áfangastaður dagsins var Hjarðartún við Hvolsvöll þar sem tveir áhugahestamenn

Krstín Heimisdóttir og Bjarni Elvar Pjetursson ráða ríkjum  með eina glæsilegustu hestaaðstöðu utanum sinn draum um að hafa aðstöðu fyrir reiðhestana sína  út í sveit,hrossastofnin telur nú um 60 hross og áhugamennskan orðin að atvinnurekstri með tamningafólk í vinnu.

Og að sjálfsögðu kvöddu Limsverjar á sinn hátt með ríkisgjöf  Limsfélagsins húfu og platta sem er sjálfsagt núna á fremst á verðlaunahillunni.

Þökkum frábærar móttökur  á þessum frábæra degi

 

 https://youtu.be/WDEL6ij3MvI  (hljóðið verður að vera á )


Forleikur tekur á móti hryssum á Svanavatni í sumar

Nánari upplýsingar í síma :698-8370 eða á limsfelag@gmail.com


  • 1