LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2019 Desember

28.12.2019 19:25

Orginalinn mætir
Vð afhendingu styrks  Limsverja til Neistans styrktarfélags hjartveikra barna í minningu Halla Bjarka (mynd Haraldur Sigursteinsson)
Hrossakjötsveisla Limsfélagsins verður í 10.skiptið laugardaginn 11.janúar n.k. með hefðbundnu sniði

Ræðumaður  verður hinn magnaði Guðni Ágústsson og veislustjórinn ekki síðri , 
Sigurður Hrafn Jökulsson (Siggi á Vatni ) og kokkurinn Sigrún Guðjónsdóttir klikkar ekki.

Aðrar fréttir:

Hvellur Kveikssonur er komin á hús undan stórviðrum Norðurlands.

Ölvaldur er komin á sinn vetrarstað feitur og glæsilegur undan haustinu og er það glæsilegur að sögn fóstra síns að rétt yrði að setja hann í merar á sumri komanda.

Forleikur fór undir hnakk í byrjun desember og mikil hamingja er með fyrstu vetrarsporin og hækkandi væntingarvísitala fram að kynbótasýningum vorsins.KOLFINNUR FARINN

Kolfinnur frá Varmá hefur yfirgefið Limsfélagið á svipuðum tímapunkti  og þeir Limur og Glaumur gerðu og hefur klárað sitt hlutverk í Limsfélaginu með sóma .
Fékk 8.31 í kynbótadómi og fínan árangur í frumraun á íþróttavellinum (fimmgangi),
þrátt fyrir að vera í yngri kantinum á því sviði.
Var seldur til Austurríkis á haustdögum enda ekki verkefni Limsfélagsins að gera út miðaldra graðhesta.

Flestir fara í hárgreiðslu  fyrir jólin en eigendur Kolfinn  fengu útgreiðslu  en ekki hafa allir látið vita af  sér  í þann gjörning.Þeir eru vinsamlega beðnir um að hafa samband í síma 698-8370 eða limsfelag@gmail.com


09.12.2019 23:22

Í minningu Halla

Föstudaginn 13.desember n.k.kl.17:00 verður hittingur á vegum Limsfélagsins í sal 
TM hallarinnar í Víðidal.
Tilefnið er styrkveiting félagsins til Neistans styrktarfélags hjartveikra barna.
Er styrkur þessi veittur í minningu Haraldar Páls Bjarkasonar  sem lést úr hjartaáfalli í
janúar 2016 langt fyrir aldur fram. Hafði Halli margvísleg áhrif í Limsfélaginu og eru t.d. Glaumsjárnin hans hugmynd, er það von okkar að sem flestir mæti í léttar veitingar og minnist fallins félaga.
  • 1