LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2018 Mars

31.03.2018 17:51

Vorferð 10.mars 2018

Laugardagsmorgun ,flott veður, heiðskýrt yfir Suðurlandi ,eins og eftir pöntun fyrir vísindatúr kynbótanefndar Fáks og Limsféllagsins,Axel Clausen bílstjóri ferðarinnar var mættur á réttum tíma ,brattur eins og ættboginn.  Næst yngstur 24 barna föður síns  og nafna  sem var að fram yfir áttrættt og er jafnvel heimsmet .
En nú að ferðinni  fyrsta stopp,Kvistir við Wallstreet. Að sjálfsögðu tók bústjórinn Sigvaldi Lárus Guðmundsson ,flaggskipið Óm fram á gang um leið og boðið var uppá dýrindis koníak og lakkrís.
Á mjög faglegan hátt fór Sigvaldi yfir ræktunarsögu búsins sem er ekki löng í  kynslóðum hesta  
(ca 20) ár.og hvernig þarf að leaa  fenga reynslu inní framtíðina .

Aftur að gæðingnum Óm sem vart þarf að kynna,stóð á ganginum háfættur og spengilegur á leið í heiðursverlaun í Víðidalnum á sumri komanda.
Tölthryssuna Skímu frá Kvistum ,þekkja margir ,sonur hennar og Óms ,4ja vetra  var látinn skokka
inní reiðhöllinni fyrir gesti ,háfættur og hreyfinga mikill ,kannski er hér á ferðinni annar Konsert.
Að lokum var gengið að einu af síðasta afkvæmi Ófeigs 882 frá Flugumýri, keppnishesti heimasætunnar á bænum og fyrir tilviljun lýsti rafvirkinn Þór Gylfi  húsið upp um hundruði watta ,#yfirnáttúrulegt

Kanslarinn á Hellu er góður fyrir pitsu,hrossakjöt og topp leikur í enska datt inn í hádegisstoppið (United vann Liverpool 2-1) .Tröllin Jónsi og Gústi voru eitthvað daprir þegar Sótaélagar komu  akandi í hlað á geimskipi (flottari rútu) kunnu ekki að meta gamlan og virðulegan gæðing frá Teiti, röfluðu smá. 
Fákshólar var næsti áfangasaður, Jakob Svavar stórknapi fór yfir 40 hesta húsið ,þar sem voru tæplega helmungur afkvæmi Skýrs frá Skálakoti, eitthvað er lagt undir á Landsmóts ári.
Hinn frægi Konsert frá Hofi var að sjálfsögðu tekinn á ganginn,háfætturog spengilegur eins og faðirinn á Kvistum.Jakob fylgdi ferðalöngum úr hlaði á alhliða ,skrefamiklum gæðingi undan Skýr.,minnti á föðurinn.

Þá tók Jónsi kenndur við frúna við fararstjórninni,frú Gulla hafði neitað kallinum að koma  heim fyrir kvöldmat. Svo næsti viðkomustaður var Huppa á Selfossi. En Jónsi gleymdi að skvetta úr sokknum í ísbúðinni svo að bar í Hveragerði var neyðaráfangastaður. Vorum við rétt ókomnir í Víðdialinn þegar tekin var óvænt  vinkilbeygja inná Hafravatnsleið án viðkomu í Hólmasheiðarfangelsinu ,vegna frétta sem bárust um veislu í Mosó. Stórveisla beið ferðafélaga í Harðarhverfi þar sem  Moslingunum
Gunna Vals og Ragga Lövedal var skilað heim í hlað.

Eftir að tókst að róa bílstjórann var haldið heim á leið .
Takk fyrir skemmtilegan dag.
.

05.03.2018 22:25

Vorferð 2018

Visindaferd kynbótanefndar Fáks og Limsfélagsins verdur laugardaginn 10. mars. M.á. heimsóttur verður einn best ríðandi hestamaður  landsins 
Brottför kl. 9:30 frá Reiðhöllinni.
Nánar á http://limur.123.is  & http://fakur.is  Skráning  fyrir fimmtudagskvöld s: 698 8370 Helgi
  • 1