LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2018 Janúar

14.01.2018 14:57

Hrossakjöt 2018

Að þessu sinn lenti veislan á þrettándanum (6.janúar ) erfið dagsetning fyrir saltað og reykt  stuttt frá jólum og margar jólakveðjuveislur í gangi eins og vera ber. En það rættist úr þessu,góð þátttaka og allir í góðum gír. Sú nýlunda var að Dalafólkið Svala og Eyþór buðu uppá smakk á gröfnu hrossakjöti en þau eru stórtækir blóðbændur ( með blóðmerar í tugatali). 
Óli Svavar og Geiri Réttur voru á sínum stað í forréttadeildinni og Gústi atvinnurekandi á stimplinum við innganginn, fengu menn þar eitt eða fleiri merki eftir geðþótta stimplarans. Okkar ástsæli Silli Ægis var vant við látinn að þessu sinni,þannig að  valkyrjurnar Sigrún Guðjóns og Þórey Sigugbjörns  tækluðu eldamennskuna með stæl þetta kvöld.  Ekki má gleyma þætti Karenar Rúnar sem frá upphafi hefur að mestu séð um undirbúningi kvöldsins, stýra barnum og myndefni sem alltaf er stór þáttur Hrossakjötskvöldanna.  Á komandi Landsmóti verður kynbótabrautin fyrir neðan Fáksheimilið og þótti Limverjum sjálfgefið að láta Kolfinn frá Varmá vígja brautina, í tilefni kvöldsins og gerður þeir Kolfinnur og Siggi Matt það með stæl,enda tveir snillingar á ferð.  Eftir borðhald þar sem haninn hefur verið borðskreyting hússins frá ómunatíð og Glymsjárnin hennar Siggu á Grund skreyttu veisluborðið kom að verlaunaafhendingu kynbótanefndar Fáks í umsjón frá upphafi þeirra: Garðars Sigursteinssonar fráfarandi formanns kynbótanefndar, eftir er skilinn höfuðlaus her án geðlæknis og Guðmundar Birkis formanns hestamannafélagsins Trausta (aldrei verið Fáksmaður nema í anda).  Birki fórst verkefnið vel úr hendi sem fyrr með því að tala tungum og fara með vísur á fjölmörgum tungumálum í upphafi.
Og síðan sérstakri þekkingu á ætttum hrossanna sem hann rekur jafnvel  aftur í aldir með skemmtilegri framsögu, ekki skemmir ef  Laugarvatnsræktin komi við sögu í gæðinga framleiðslu Fáksmanna.
Þessi þáttur kvöldsins er alltaf jafn áhugaverður enda ræktun íslenska hestsins undirstaða örlaga hans til framtíðar.
Siggi Svavars töffarinn sjálfur í 50 ár kynnti næstann Berg Pálsson frá Hólmahjáleigu sögumann mikinn og ekki fataðist honum flugið  í mælskunni þar sem hann gekk um sviðið með fón í hönd og sagði sögur af sunnlendingum og ýmsar ráðherrasögur sem ekki þykja prenthæfar.
Dagskrá kvöldsins endaði með heiðrun Limsverja ársins Þór Gylfa Sigurbjörnssonar sem hlaut að launum ómetanlegt málverk eftir Bjarna Þór.

Veislugestir takk fyrir kvöldið!
Sjáumst að ári!


  • 1