LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2017 Júní

25.06.2017 23:20

Kvöldfréttir

Í byrjun mánaðarins var Limskvöld með folum Limsgroup haldið. Góð þáttaka Limsverja  var á kvöldinu  að líta hesta sína augum og líkaði flestum vel það sem fyrir augu bar.

Gaman er að sjá hversu ólíkir hestarnir eru en allir góðir  að mati eigenda sinna.

Forleikur sá yngsti er stór eftir aldri (yfir 140 cm .hár tveggja vetra) háfættur ,fallegur og hvikur.

Alsæll sem búni er að láta hafa fyrir uppeldinu virðist vera að skila því með sína mjúku yfiirlínu  og fallegu miklu hreyfingu.

Kolfinnur sýndi að hann er framtíðar gæðingur enda fór hann í góðan dóm þrem dögum síðar.(1.verðalun 4.vetra)

Glaumur fór um brautina,hágengur ,skrefmikill ,fasmikill eins og hans er siður.

Komnir eru nokkrir árgangar undan Glaum og var ánægja með þau fyrstu sem fóru undir hnakk.

Staðsetning hestanna í sumar :
Glaumur : Langholtsparti í Flóa  frekari upplýsingar í síma 698-8370
Kolfinnur : Reykhólum ,frekari upplýsingar í síma 698-8370
Alsæll: Eylandi í Landeyjum frekari upplýsingar í síma 696-2106

eða í tölvupóstfangi hs@simnet.is
 

09.06.2017 02:26

Skraut á Fáksplanið

N.k.mánudagskvöld 12.júní verða allir folar Limsfélagsina fengnir til að skreyta Fáksplanið aðeins .
Allir velkomnir til að fylgjast með glæstum folum stíga létt spor :)
  • 1