LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2017 Apríl

18.04.2017 21:43

Vorferðalag

4.mars 2017,bjartur og fagur eins og til var ætlast af veðurguðunum því Limsferð var framundan.

Fannar traktorsstjóri hafði ýtt braut svo karlarni þyrftu ekki að klofa  50 cm.snjóinn á útsýnispallinum á Fákshlaðinu fyrir fyrstu sýningu dagsins,Glaum frá popparanum ,fasmikill og flottur, í toppstandi hjá Sigga.
Ekki slæmt að byrja daginn með slíkri sjón.Góð mæting að vanda og ferðinni var heitið vestur á land.

Í Fellsöxl (Skipaskaga) er ræktað eitthvað nýtt hestakyn þessi misseri svo falleg eru hrossin þar enda
lyftist hinn jarðbundni Jón bóndi aðeins frá jörðu við lof Limsverja sem að kunna sig þegar vel er veitt.

Eitthvað féllu hinir stórættuðu tískuhesta afkomendur Limsverja í skuggann fyrir þessum svönum.

Kolfinnur fór undir hnakk eins og bróðir sinn fyrr um daginn og olli ekki vonbrigðum,reistur,
hreyfingafallegur og rúmur.

Forleikur er vel þroskað,vænt tryppi og fór um reiðsalinn á léttu brokki.

Alsæll ,sá grái sem skráður er leirljós eftir lita áliti litafræðinga, var hágengari að aftan en framan, 
þrátt fyrir öll sín fótaburðagen.

Aumingja landinn að ferðast í túristalandi kannski fúnkeruðu Limsverjar eins og auðugir Ameríkanar á veitingastaðnum í Borgarnesi að minnsta kosti borguðu þeir  meira en þurfti.

Áfram var haldið út á nes með einu stoppi við hrossahjörð, einhver sagði þetta vera síðasta árgang undan Orra en hann næðist ekki á mynd sökum fínleika.

Hrísdalur nálgaðist og Siggi Svavars fararstjóri var með afleggjarann á hreinu samt keyrði bílstjórinn fram hjá,hann rataði bara að Búðum.
Hrísdal þarf ekki að kynna svo frægur eru þeir Hrynur og Steggur en formaður FEIF Gunnar Sturluson,hrossabóndi tók að sjálfsögðu höfðinglega á móti ferðalöngunum. Að hans sögn hóf hann búskap á jörðinni 2004 og leist frændum hans úr sveitinni ekki á að stærstu fjárhúsum á svæðinu skyldi breytt í hesthús. Á bænum eru átta fyrstu verðlauna hryssur og geri aðrir betur.

Að síðustu þakka ég góðan félagsskap og ekki skemmdu stórsöngvararnir daginn.


Horfa á myndband  • 1