LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2017 Febrúar

26.02.2017 16:44

Vorferðalag 2017

Nú styttist í ferðalag Limsverja laugardaginn 04.mars n.k. Farið verður frá Reiðhöllinni í Víðidal að vanda kl.09:30,,áætluð heimkoma er um kl.18:00.
Skoðuð verða tvö ræktunarbú á Vesturlandi:
Skipaskagi með glæsihestinn Skagann á staðnum og fyrsta árgang undan honum  sem eru í tamningu.
Hrísdalur hefur stimplað sig inn með gæðingiana Hrym og Stegg sem báðir eru heima ásamt fullt af efnilegum trryppum.

Hestar félagsins verða allir settir á svið í ferðinni og forvitnilegt fyrir eigendur þeirra að sjá stöðuna á þeim þ.e. þjálfunina á Glaum,tamninguna á Kolfinni og þroska á Alsæli og Forleik.

Um helgina var Kolfinnur aðeins skoðaður og í ljós kom:

Silkislakur Kolfinnur 
En sjón er sögu ríkari og skráning í ferðina er í síma :698-8370

13.02.2017 17:26

Hrossaræktarferð Limsverja

Fallegir kappar og fagrar snótir (ef þær þora með þessum folum) leggja að venju land undir fót fyrsta laugardag í mars. Þá er förinni heitið upp í Borgarfjörð þar sem glæsileg hrossaræktarbú  verða heimsótt og  lang fallegasti foli landsins skoðaður  þ.e.a.s á eftir folunum okkar. Einnig mun fara fram þroskamat á folum Limsfélagsins en þær fréttir berast úr dýpstu dölum landsins að þeir hafi smitast af ADHD og athyglisbresti. Einnig mun Grétar Kjalarnesingargoð fremja eistnaþukl og spá í veðrið í framhaldi en hann lærði af Laugu á Hellulandi sem spáði reyndar í kindagarnir.

 
 

Áhugasamir hafi samband við Helga yfirLimsverja í síma 698-8370 til að tilkynna komu sína í þessa hættuför ;)

 

  • 1