LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2017 Janúar

29.01.2017 09:53

Hrossakjötsveisla 2017

Hrossakjötsveisla Limsfélgsins 7.janúar s.l. var bráðskemmitleg að vanda.  Fullt hús af bráðskemmtilegu fólki og maturinn klikkaði ekki frekar en fyrri daginn hjá Silla Ægis.
Hefðbundin verðlaunaafhending kynbótanefndar Fáks fór fram  sem þeir Guðmundur Birkir og Garðar Sigursteins sáu um. Skrípaverðlaun Limsfélagsins eru alltaf skemmitleg en vonandi fara félagar ekki í hlutlausan gír til að forðast þau.
Þórir í Líflandi fékk smá þakkarvott fyrir sinn stuðning í gegnum árin. Edda Rún tók við þakkarvotti fyrir þau Sigga Matt.,fyrir þeirra vinnu með Glaum frá Geirmundarstöðum en hann hlaut 8,40 í kynbótadómi og fór á LM í Hólum í sínu verkefni og föður síns Spuna sem sýndur var með afkvæmum á mótinu.
Ekki voru allir sannfærðir þegar Birkir réði kvenmann sem ræðumann kvöldsins en aðrir töldu hugmyndina skemmtilega fyrir þessa  karllægu samkomu enda fjölgar kvenfólki ört  á henni.
Hjarta Birkis næst stóð framsóknarkonan,fyrrverandi þingmaður og bóndinn 
Jóhanna María Sigmundsdóttir og fór hún létt með salinn. Einhverjir sögðu hana hafa fengið ellefu af tíu mögulegum.
Hafi veislugestir þökk fyrir skemmtilegt kvöld.


02.01.2017 10:35

Hrossakjötsveisla Limsverja

Nýju ári er fagnað meðal hestamanna með því að mæta á Hrossakjötsveislu Limsverja sem verður haldin í félagsheimili Fáks nk. laugardagskvöld .

 
 

Ræðurmaður kvöldsins kemur úr óvæntri átt og mun hrista vel upp í karlpungafélaginu.

Hrossakjét í sinni allri dýrð að hætti Silla Ægis enda kann hann bæði að fara vel með það lifandi sem og dautt.

Forsala á betra verðinu verður í Guðmundarstofu (Félagsheimili Fáks)  fimmtudaginn 5. jan kl. 19:00-22:00 og er miðaverðið stillt í hóf að vanda sem og á gullnum veitingum.

Hlökkum til að sjá sem flesta enda allir skemmtilegir hestamenn og aðdáendur þeirra velkomnir.

Limsfélagið

s. 698-8370 (Helgi)

  • 1