LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2016 Desember

23.12.2016 14:14

Það geta ekki allir verið gordíös

Limsverjar óska landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar.

 

 

 

 

 

21.12.2016 20:40

Limsfélagsfréttir

Það átti aðeins eftir að ýta á Enter fyrir þessa frétt  þega skyndilega opnuðust allar flóðgáttir í heila goðsins á Kirkjulandi og ritstíflan brast svo ákveðið var að leyfa Kirkjulandsbullinu  að vera í forgrunni í nokkrar vikur.

Laugardagurinn 15.október rann upp bjartur og fagur eftir langvarandi rigningar,stóð heima, veðurguðirnir vissu um mikilvægi dagsins. Góð þátttaka í ferðina og mannskapurinn fljótur að komast í gírínn.  Stefnan var tekin á Flúðir en fyrst stopp á Skeiðamótum til að hleypa Sævari og Skapta um borð.Sumarið 2013 þegar Janus Eiríksson símaði og bauð Limsfélaginu folaldið Kolfinn með því formerki að nafnið yrði að fylgja ,vitandi að félagið hafði áður breytt nafni með blendnum tilfinningum sem kölluðu á sterk viðbrögð.Sagði tryppameistarinn að Kolfinnur yrði að vera í öllum hrossum,átti að sjálfsögðu við Kolfinn frá Kjarnholtum.Nafnið var greinilega ekki ætlað hverjum sem var í hans huga og folaldinu ætlað að halda nafni frænda síns á lofti Á Flúðir mættu Hlynur og Bjarney með Kolfinn og Nál. Að sjálfsögðu var tilefni ferðarinnar að taka út mánaðar tamninguna á vonarstjörnunni Kolfinni. Folinn sýndi það á hestavellinum á Flúðum þennan dag að rými,tölt og fas var honum eiginlegt og óska ég eigendum til hamingju með bráðefnilegan fola.
Eftir vel heppnaða sýningu tryppana var haldið á Grund í kótillettur og allir kátir. Hjónin Sigurður Jensson og Sjöfn Kolbeins í Dalsholti tóku síðan höfðinglega á móti ferðalöngum og sýndu gestum stórættuð folöld og merar heim við hús Hafi þau hjón þakkir fyrir.

Eins og allir Limsverjar eru meðvitaðir um, snýst lífið um að maður er manns gaman og hestar með.
Félagið hefur notið farsældar,vakið smá athygli, jafnvel utan hestageirans. Átt tvo 1.verðlauna stóðhesta,Lim (Glym) og Glaum auk ungfolanna Kolfinns,Alsæls og Forleiks sem yngstur er á öðrum vetri.
En það slys varð um daginn að Forleikur var tekinn í misgripum og færður á hús til tamingar og hafði viðkomandi (eigandi) orð á því hvað bleiki folinn sinn væri orðinn fallegur. Mistökin komu í ljós áður en folinn var settur undir hnakk. :)
Alltaf eru tímamót í tilverunni. Glaumur er á þessum mótum félagsins og bíður nýrra verkefna.
Kolfinnur er næstur til að taka við keflinu næstu árin og er á húsi og bíður síns framhalds.
Alsæll er komin á húsfóðrun og hefur við meðhöndlun vakið aðdáun fyrir yfirvegun,kjark og næmni og er það gull innn í framtíðina.
Forleikur verður á útifóðrun þennan vetur hjá Guðföður sínum Sigga á Vatni.
Þá er flaggskipið eftir, hin vinsæla hrossakjötsveisla Limsfélagsins þ.07.01.2017 í ný uppgerðu félagsheimili Fáks.
Sjáumst hress,ekkert stress og bless :)


  • 1