LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2016 Nóvember

25.11.2016 23:53

Geirfinnur vandfundi er fundinn

 

Ég (Grétar Kjalnesingargoð á Kirkjulangi) gekk í smiðju tveggja landskunnra stórsnillinga, að eigin dómi, í hrossarækt. Fékk lánaða úrvals meri hjá Jóni Finni og hélt henni undir Geirmundarstaðarundrið okkar hann Glaum.

 

Útkomuna má sjá á meðfylgjandi myndum þar sem folinn er annars vegar nokkura klst gamall og hins vegar 11 daga gamall. Vinnuheitið á gripnum var að sjálfsögðu Geirfinnur vandfundni því hann týndist í þoku á fyrstu vikunni og þá fékk hann nafnið Pegasus (frá engu skyggni). Hann hefur vakið verðskuldaða athygli hvar sem hann hefur komið, sem er skriðan fyrir ofan Esjuberg og stór Kirkjulandstorfan.  Skáldin hafa lofað hann á alla kanta og enda og hér birtist brot eftir óþekkan höfund:

Pegasus með prúðan lokk
peninganna virði.
Sýnir taumlaus tölt og brokk.
Með 10 fyrir geð og skrokk.

Tilboðin í stríðum straum
streyma í gripinn væna.
Bestur undan Geira Glaum
Grétar ræktar slíkan draum.

Helgi hluthafi hefur verið að suða í mér að bjóða Limsverjum að eiga forkaupsrétt í snillingnum og fá Geira til að meta hann og Jón Finn til að semja lag um hann. "Blessaður Grétar þeir kolfalla fyrir þessu" sagði Helgi. "Fyrst við gátum selt þeim litlausa dverginn, eineistunginn og konsertmeistarann" svo tók hann stóran smók og hló eins og tannálfur sem er nýbúinn að bursta yfir stellið.
Þið sem hafið ólæknandi áhuga að eignast hlut í "skaparans meistaramynd"  getið skráð ykkur í stafrófsröð hjá Helga hluthafa.

Kveðja frá Kirkjulandi.

 

  • 1