LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2016 Ágúst

23.08.2016 19:11

Okk­ur verður allt að gulli í Lims­fé­lag­inu

Fögnuður. Limsfélagar fögnuðu ógurlega þegar Siggi Matt sýndi þeim Glaum ...
Fögnuður. Lims­fé­lag­ar fögnuðu ógur­lega þegar Siggi Matt sýndi þeim Glaum í reið, enda full ástæða til, eins og sjá má á mynd á síðunni hér við hliðina. mbl.is/Ó?feig­ur Lýðsson

Lims­fé­lagið var stofnað í krepp­unni til að vinna gegn þung­lyndi og leiðind­um. Nokkr­ir fé­lag­ar keyptu þá fola sem fékk nafnið Lim­ur og æv­in­lega hef­ur gleðin verið í fyr­ir­rúmi í fé­lags­skapn­um.

Lim­ur var seld­ur úr landi en nú eru fjór­ir fol­ar í eigu fé­lags­ins. Þeir komu sam­an á dög­un­um og af því til­efni var boðað til fagnaðar. Sá elsti var sýnd­ur í braut og eist­anu var fagnað sem hafði verið saknað í Kolfinni.

Þetta byrjaði allt á því að okk­ur langaði til að búa til gleðifé­lag í kring­um graðhest, af því okk­ur fannst nóg um þung­ann og leiðind­in eft­ir hrunið. Við keypt­um ung­an lof­andi fola en hann var nán­ast auka­atriði, þetta sner­ist um að létta lund­ina. Við höfðum leitað mikið en loka­lend­ing­in var vest­ur í Döl­um á Leiðólfs­stöðum, þar sem við fund­um Álfs­son. Við skoðuðum Sól­dísi syst­ur hans sem var svaka­lega flott og gæði henn­ar urðu til þess að við lét­um vaða og keypt­um fol­ann. Hann var rauðskjótt­ur sem var í átt­ina að þeim zebra­hestslit sem við leituðum að. Hann hafði fengið nafnið Lym­ur, með ypsiloni, hjá rækt­end­um sín­um Har­aldi G. Har­alds­syni og Finni Kristjáns­syni, en þegar við nýju eig­end­urn­ir vor­um komn­ir í gleðina þá þótti okk­ur vel við hæfi að skipta ypsilon­inu út fyr­ir ein­falt i, og úr varð að hann fékk nafnið Lim­ur," segja þeir Sig­urður Svavars­son skemmt­ana­stjóri í Lims­fé­lag­inu og Har­ald­ur Sig­ur­steins­son gjald­keri.

Stofn­fé­lag­ar Lims­fé­lags­ins voru um hundrað og lofað hafði verið að sýna grip­inn á stofn­fund­in­um.

"Við sýnd­um lull­genga skjótta meri og sögðum hana vera nýkeypta fol­ann. Menn fengu áfall, héldu að þeir væru bún­ir að fjár­festa í drasli," segja þeir og skelli­hlæja. Lim­ur átti held­ur bet­ur eft­ir að sanna sig, Sig­urður Matth­ías­son rúllaði hon­um í fyrsta sæti á fyrstu sýn­ingu og hann var lengi vel efsti stóðhest­ur­inn und­an Álfi. All­ar göt­ur síðan höf­um við Lims­fé­lag­ar sagt að allt verði okk­ur að gulli sem við snert­um á."

Ruk­um norður í blind­spreng

Lims­fé­lagið stend­ur fyr­ir skemmti­leg­um viðburðum að vori og hausti, farið er í ferðir þar sem hross­a­rækt­un­ar­bú eru heim­sótt og eru það mikl­ar menn­ing­ar- og vís­inda­ferðir með léttu ívafi.

"Fyrst þetta heppnaðist svona vel með Lim­inn þá fór­um við aft­ur á stjá. Við viss­um að Geir­mund­ur Val­týs­son hafði haldið meri und­ir Spuna frá Vest­ur­koti þegar hann var ung­ur. Þessi hryssa hafði skilað gæðum svo við ruk­um norður í blind­spreng og geng­um frá kaup­un­um á Glaum. Hann hef­ur staðið sig vel og er kom­inn í fyrstu verðlaun. Í fram­haldi af kaup­un­um á þess­um öðrum graðhesti okk­ar héld­um við fyrstu hrossa­kjöts­veisl­una sem er orðinn ár­leg­ur viðburður í janú­ar. Þá er keypt eðal­hrossa­kjöt und­an stóðhest­um and­stæðing­anna, saltað og reykt, og við étum það með bestu lyst," seg­ir Sig­urður en Har­ald­ur tek­ur fram að það fari ekki inn fyr­ir hans var­ir. Á hátíðinni er feng­inn verðugur ræðumaður og sá hinn sami fær hluti í þeim hesti sem þá er verið að selja hlut í.

Gert grín að eineist­ingi

Fé­lagið ein­set­ur sér að kaupa vet­urgaml­ar von­ar­stjörn­ur, til­von­andi graðhesta, og nú eru fjór­ir hest­ar í eigu fé­lags­ins.

"Það stóð ekki til að bæta hesti í hóp­inn, en við gát­um ekki hamið okk­ur með að kaupa For­leik, þann yngsta, af því hann er und­an hryss­unni Sól­dísi, sem er syst­ir Lims og hún er ör­laga­vald­ur hjá okk­ur."

Hinir ung­ling­arn­ir í fé­lag­inu eru Al­sæll tveggja vetra, sem þeir segj­ast hafa keypt þegar þeir voru nokkuð góðglaðir, og svo Kolfinn­ur þriggja vetra, en hann var af­skrifaði aum­ing­inn þar til ný­lega, því aðeins var gengið niður í hon­um annað eistað.

"Það er búið að gera gríðarlegt grín að okk­ur fyr­ir að hafa keypt eineist­ing og þótti síðasta sort að rækta und­an hon­um, en einn Lims­fé­lagi á fol­ald und­an hon­um, hann gat auðveld­lega fyljað með einu eista. Við misst­um ekki von­ina og ákváðum að bíða og nú hef­ur hitt eistað komið niður og meðal Lims­fé­laga rík­ir því mik­il gleði. Kolfinn­ur fer í tamn­ingu í haust og þetta er lof­andi grip­ur, Spuna­son­ur." Glaum­ur er elst­ur í hópn­um, sex vetra flagg­skip, fulltam­inn og bú­inn að landa fyrstu verðlaun­um á síðasta lands­móti á Hellu.

Lims­nafni breytt fyr­ir dóm

Lim­ur var seld­ur til Aust­ur­rík­is, og gár­ung­arn­ir segja að of­ur­mód­elið Claudia Schif­fer hafi verið kaup­and­inn, en hvorki játa þeir því né neita.

"Þá var búið að breyta nafni Lims í Glym, með ypsiloni, en það kom til af því að sá sem átti að fara með hann í dóm neitaði að gera það und­ir þessu nafni. Við seld­um þenn­an fyrsta hest okk­ar ágæt­lega og gáf­um 5000 krón­ur af hverj­um hlut til Mæðra­styrksnefnd­ar rétt fyr­ir jól. Við vilj­um láta gott af okk­ur leiða og höf­um einnig styrkt Drop­ann, fé­lag syk­ur­sjúkra barna, með and­virði mynd­ar af Lim sem Bjarni Þór málaði og við buðum upp."

Helgi múr­ari, Guðfaðir fé­lags­ins, óskil­get­inn faðir stóðhest­anna og mafíós­inn yfir starf­sem­inni, seg­ir að aura­tal sé bann­orð í Lims­fé­lag­inu.

"Af því þá end­ar það bara í fýlu. Þetta er ekki aurafé­lag, en tveir elstu hest­arn­ir okk­ar hafa heppn­ast vel, og það er vissu­lega bón­us, " seg­ir Helgi og tek­ur fram að hann sé starfsmaður á plani, kúsk­ur. "En þó allt sé þetta í gríni gert þá er heil­mik­il vinna í kring­um hest­ana og við vönd­um okk­ur. Þó það sé bannað í fé­lag­inu að velta sér upp úr verðmæti hest­anna og við lát­um eins og þeir séu auka­atriði, þá fá þeir gott at­læti og við velj­um gott fólk til að þjálfa þá. Jó­hann Ragn­ars­son frumtamdi Lim og Sara Sig­ur­björns frumtamdi Glaum. Sig­urður Matth­ías­son hef­ur séð um að sýna bæði Lim og Glaum, en hann er sjálf­ur meðlim­ur í fé­lag­inu."

Miss­um ekki sjón­ar á gleðinni

Það hef­ur verið ým­is­legt brallað í Lims­fé­lag­inu. Siggi á Vatni gaf fé­lag­inu til dæm­is grá­an hrút, sem hét Tvist­ur.

"Við för­um að sjálf­sögðu í ferð til að heim­sækja hrút­inn á fengi­tíma og smökkuðum í leiðinni bjór í brugg­verk­smiðjunni Steðja. Við sömd­um við brugg­ar­ann að brugga fyr­ir okk­ur Lims­bjór og Folamjöð, sem hann og gerði og þær flösk­ur skörtuðu miða með mynd af Lim. Við buðum svo upp á Lims­bjór­inn í næsta hrossa­kjöts­veisla, en við reyn­um alltaf að vera með eitt­hvað óvænt og skemmti­legt í hverri slíkri veislu. Í einni veisl­unni var af­hjúpað lista­verk sem gert var úr skeif­un­um sem við dróg­um und­an Glaumi eft­ir að hann fór í fyrstu verðlaun. Mikið adrenalín var í blóði fé­lags­manna eft­ir vel­gengn­ina og við ákváðum að splæsa í lista­verk. Sigga á Grund, tréút­skurðar­kona í Fló­an­um, tálgaði út stór­glæsi­leg­an platta sem skeif­urn­ar fjór­ar standa á og mynda stæði fyr­ir koní­aks­flösku. Þetta köll­um við Glaum­sjárnið og það er alltaf til staðar á hrossa­kjöts­hátíðinni. Þessi át­veisla er okk­ar fram­lag til að fá fólk sam­an til að skemmta sér. Ef við miss­um sjón­ar á gleðinni, þá er þetta orðið eins og hvert annað rifr­ild­is-graðhesta­fé­lag. Og það má aldrei verða," seg­ir kúsk­ur­inn Helgi og bæt­ir við að Glaum­ur fari á kom­andi lands­mót á Hól­um sem ein­stak­ling­ur í flokki sex vetra stóðhesta. "Þar mun hann fylgja föður sýn­um Spuna frá Vest­ur­koti í af­kvæm­a­sýn­ingu og við telj­um hann vera flagg­skip föður síns."

Heimasíðan: www.lim­ur.123.is Face­book/?Lims­fé­lagið

Ekki lengur eineistungur. Sigurður skemmtanastjóri heldur í Kolfinn á meðan ...
Ekki leng­ur eineistung­ur. Sig­urður skemmt­ana­stjóri held­ur í Kolf­inn á meðan Grét­ar Þóris­son lims­fé­lagi sann­reyn­ir hvort eist­un séu orðin tvö. mbl.is/Ó?feig­ur Lýðsson
Baldinn. Forleikur er undan Konsert f. Hofi og Sóldísi f. ...
Bald­inn. For­leik­ur er und­an Konsert f. Hofi og Sól­dísi f. Leiðólfs­stöðum.
Kolfinnur. Við hann eru bundnar miklar vonir, en hann er ...
Kolfinn­ur. Við hann eru bundn­ar mikl­ar von­ir, en hann er und­an Spuna frá Vest­ur­koti og Hörpu­dís frá Kjarn­holt­um. mbl.is/Ó?feig­ur Lýðsson
Glaumur. Hann fór vel undir Sigga Matt í sýningunni. Glaumur ...
Glaum­ur. Hann fór vel und­ir Sigga Matt í sýn­ing­unni. Glaum­ur er und­an Spuna frá Vest­ur­koti og Súlu frá Búðar­hól. mbl.is/Ó?feig­ur Lýðsson
Stór stund. Folarnir fjórir, sem félagið á um þessar mundir, ...
Stór stund. Fol­arn­ir fjór­ir, sem fé­lagið á um þess­ar mund­ir, sam­an á ein­um stað ásamt hluta af Lims­fé­lög­um. mbl.is/Ó?feig­ur Lýðsson
Limur frá Leiðólfsstöðum. Ævintýrið hófst með Álfssyninum skjótta.
Lim­ur frá Leiðólfs­stöðum. Ævin­týrið hófst með Álfs­syn­in­um skjótta.
Al­sæll. Í hon­um renn­ur Ófeigs­blóð, hann er und­an Ari­on frá ...
Al­sæll. Í hon­um renn­ur Ófeigs­blóð, hann er und­an Ari­on frá Eystra-Fróðholti og Framtíð frá Bakka­kot
  • 1