LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2016 Mars

21.03.2016 22:03

Laugardagurin flotti

Laugardagurinn flotti var genginn í garð.  Þátttaka var góð þrátt fyrir nokkur forfalla símtöl um morguninn.
Blíðuveður að þessu sinni sem er alltaf plús í svona ferðum. Áfangastaðir að þessu sinni tveir í uppsveitum Árnessýslu þannig að reikna mátti með stresslausri  ferð sem gekk eftir.
Komið var í Hrafnkelsstaði til að heimsækja þá Alsæl og Forleik.
Nokkur spenna var  að eignast síðustu hlutina í Alsæl áður en honum yrði sleppt út á  galeiðuna og töldu kaupendur sig heppna að fá síðustu hlutina í fótaburða dýrinu.  Mikla  kátínu vakti þegar ónefndur flaug á hausinn á klakanum og sýndi meistaratakta með því að halda öldollunni á réttum kili.(enda íslandsmeistari í fótbolta með Víking 1972 )

Ófeigs (882) aðdáendurnir sem komnir voru úr skápnum voru myndaðir með djásninu.
 Forleikur þurfti að fá smá athygli sem hann stóð undir, svo fallegur sem hann er. Að því loknu var borðuð dýrindis kjötsúpa í boði húsráðenda Haraldar og Jóhönnu og kvatt með söng,Hafi þau þökk fyrir skemmtilega stund.
Seinni viðkomustaður var Vesturkot,heimkynni Spuna,nú skyldi taka tryppin út. Sýnishorn af  fyrsta stóra árganginum undan hestinum eru þar til húsa. Árgangurinn telur tæplega 100 einstaklinga  samkvæmt World Feng þar af  nokkra tugi ógeltra hesta. Móttökurnar í Kotinu voru höfðinglegar. Þórarinn kynnti hrossin í húsinu og lagði síðan á 4 hross ásamt  Lárusi tamingamanni . Verulega góð og það yngsta verulega efnilegt. Hafi fjölskyldan í Vesturkoti  þakkir fyrir góðar móttökur og ferðafélagar þökk  fyrir skemmtilegan dag.
  • 1