LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2015 Janúar

18.01.2015 22:36

Tíund innheimt

Laugardaginn 3.janúar s.l. var gerður túr í Borgarfjörðinn að innheimta leigutekjurnar af Tvist frá Vatni (kynbótahrúti Limsfélagsins).
Gústi atvinnurekandi tók að sér bílstjórn og Siggi Svavarsvar í sínu fararstjórasæti. Smalað var í Borgarfirðinum ,Gústa Harðar og Guðbirni á sitthvorum aflleggjaranum í Leirársveitinni. Steðji var næsti viðkomustaður með framtíðar viðskipti að leiðarljósi,hagyrðingnum og hrossaræktandanum. Fúsa í Skrúð var boðið að slást í hópinn en vegna óvirkni í öldrykkju taldi hann þarfara að huga að stóði sínu.
Gráni:

Ég á mér gæðing einn gráan að lit
og garp engan meiri ég þekki
og víst er,á hestunum hefi ég vit
þó hinum þeim finnist það ekki.

Það er ekki farandi í fjárleitir með
fáka sem eru mjög linir
og það eru glópar sem geta ekki séð
að Gráni er betri en hinir.

Þó Gráni sé kominn í kofann sinn einn
er 'ann kannske ekkert sérlega spakur
en sálin er göfug og svipurinn hreinn
og svo er hann fljúgandi vakur.

Og þó eru sumir með þvaður og bull
en það er nú hátturinn bjána
og kjaftforir andskotar kalla það lull
er kostina ríf ég úr Grána.

Mér neitaði Gráni er um brokkið ég bað
en  bráðlega verður það fundið
og mér finnst nú tæplega talandi um það
að töltið er örlítið bundið.

Ég tel ekki Grána með truntunum hér 
því tvímælalaust er hann bestur
en fáir sjá hvað þessi öðlingur er
afburða fallegur hestur.

Ég hlýt því að undrst hve hlutdrægt er dæmt
og hlusta á öfundarstaglið
mér virðist í rauninni varla svo slæmt
þó vanti á hann faxið og taglið.

Og Gráni ber höfuðið helst til of lágt
en heldur er ég því nú feginn
því ef að svírinn er settur mjög hátt
þá sér maður illa á veginn.

Þá fylltist ég reiði því fram af mér gekk
sú fólska er viðhafa gumar
svo grátlega útreið hann Gráni minn fékk
í gæðingakeppnninni í sumar.

(Sigfús Jónsson í Skrúð)

 Úr Reykholtsdalnum var haldið í næstu sveit Stafholtstungur til formanns Bændasamtakanna,Sindra Sigurgeirssonar stórbónda (c.a.2m.) í Bakkakoti en Tvistur er þar að skyldustörfum. Formaðurinn borgaði vel fyrir leiguna og Tvistur sýndi kyntöfra sína. Sigmar fyrrverandi hjáleigubóndi sagði Tvist vera of lappalangan og kom það mönnum á óvart,héldu að markmiðið væri að lengja allt til klofsins.
Sindri fór yfir kynbóta afrek hrútsins en hann skilaði 19 kg.meðalvigt á síðasta ári einu kg.yfir meðalvigt Vatnsbúsins.Gaman var að sjá kindurnar liggja í hundraða tali í hreinum hálminum.
Hafi Bakkakotsfjölskyldan þökk fyrir móttökurnar.
Stóðhestana frá Lundum þekkja flestir. Þar var síðasti áfangastaður og tæpt á að næðist ,færð farin að þyngjast verulega en við treystum á Gústa. Simbi var hress að vanda með pela í rassvasanum og skenkti óspart. Fór yfir Auðnu ræktunina og sýndi 8 vetra ótaminn væntanlegan gæðing. Jú hann hafði gleymst eins og væntanlega margir aðrir.
Á heimleið gleymdu menn sér aðeins í graðhestaröfli en það væri verra ef hjólað hefði verið í hrútinn Tvist.
Hafi ferðafélagar þökk fyrir skemmtunina.

  • 1