LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2014 Desember

29.12.2014 21:22

Árið 2014 og áætlun 2015

Limsfélagsárið hófst þ.11.janúar á hinni vinsælu og árlegu hrossakjötsveislu  með þann magnaða Reyni Hjartarson (æjatolla Hryllingsfélagsins) sem ræðumann.
Hrossakjötið klikkaði ekki hjá Silla Ægis frekar en fyrr,  

Glymur (Limur) fór í trimmingu hjá Finni Kristjáns í Borgarfjörðinn.Glaumur fór í Ármót til Söru Sigurbjörnsdóttur og var hann heimsóttur í vorferð félagsins á einum mesta ófærðardegi fyrri hluta ársins.En nóg af liðnu skýrslukjaftæði það er allt á síðunni,

Nú um þessi áramót er flaggskipið farið til Austurríkis og ný saga tekur við í skemmtun Limsverja

Glaumur er farinn í þjálfun og kemur í bæinn undir vor. Kolfinnur er á sínum stað í Dalbæ og ljósi Arionsonurinn verður alinn upp í heimahögum í Eystra-Fróðholti.  Örfáir hlutir eru lausir í Arionsyninum (nánari upplýsingar s:6988370 eða hs@simnet.is).

Limsfélagsárið 2015 byrjar laugardaginn 3.janúar á ferð í Borgarfjörðinn ef verður leyfir. Skoðaður verður og brekkudæmdur auðlind Limsfélagsins,kynbótahrúturinn Tvistur frá Vatni.

Hrossakjötsveislan sem samkvæmt hefð ætti að vera í byrjun janúar verður 21.febrúar vegna síðbúínnar uppskeruhátíðar L.H. og hrossabænda.  
Síðan rúllar árið, vorferð og Glaumur á eitthvað svið ef vel gengur.

Takk fyrir glæsilegt ár 2014 og vonandi  verður  árið 2015 ennþá betra hjá Limsfélaginu.

Myndaniðurstaða fyrir fireworks

22.12.2014 17:24

Styrkurinn afhentur

 

Eigendur stóðhestsins Glyms frá Leiðólfsstöðum afhentu Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð 300 þús. sem kemur eflaust að góðum notum rétt fyrir jólahátíðina. Guðmundur Ólafsson, fyrrverandi fornmaður Fáks, afhenti Mæðrastyrksnefnd styrkinn í dag en þar var í nógu snúast enda jólahátíðin að ganga í garð.

Stóðhesturinn Glymur var seldur til Austurríkis núna í desember eftir að hafa gert góða hluti hér á landi. Forsaga málsins er sú að nokkrir áhugasamir hrossaspegúlantar tóku sig saman og keyptu Glym sem trippi árið 2009,  en þá hét hann Limur frá Leiðólfsstöðum og stofnuðu þeir Limsfélagið sem hafði það markmið að láta gott af sér leiða fyrir félagsmenn (gleðivökvi til að kæta sálina) og aðra (góðgerðarmál). Limsfélagið hefur oft styrkt þarft málefni og mun halda því áfram því aðrir hestar eru komnir til sögunnar sem munu halda merki félagsins á lofti, þó Glymur muni í framtíðinni gleðja hrossaræktendur í Evrópu. 

12.12.2014 14:21

Gjafmildir Limsverjar

Það fer það orð af Limsverjum að þeir séu gjafmildastir Íslendinga. Ekki nóg með það að þeir eiginlega gáfu Claudiu Lim, heldur tók stjórnin þá ákvörðun að styrkja líka íslenskt samfélag og ákvað að af hverjum hlut í Lim færi kr. 5.000 til Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin.

 

Þetta er bara dropi í hafið af þeim hagnaði sem Limsverjar hafa haft af klárnum, bæði í formi peninga og svo ekki sé talað um þá vitringa sem höfðu vit á að nota klárinn og eiga skjöldóttan vonarpening í bunkum.  Það er um að gera að láta gott af sér leiða og styrkja þá sem áttu ekki kost á að eignast hlutabréf í klárnum á sínum tíma og fær Mæðrastyrksnefnd því veglegan styrk frá félagsmönnum sem kemur mörgum að góðum notum. Reyndar stóð valið á milli Mæðrastyrksnefndar og annarar góðrar stofnunar sem hefur bjargað mörgum hestamanninum, en sumir vilja meina að eftir síðustu vísindaferðir félagsmanna myndu fleiri njóta góðs af því að styrkja SÁÁ. Stjórnin mun því afhenda Mæðrastyrksnefnd rúmlega 300 þús og hafðið allir þakkir fyrir gjafmildið.

 

08.12.2014 07:07

Limurinn farinn til Austurríkis

Glymur eða Lymur frá Leiðólfsstöðum eins og hann hét  vorið 2009, er félagið fékk hestinn á þriðja vetur ,var kvaddur laugardaginn  29.nóvember s.l. að sjálfsögðu  mætti hesturinn í Guðmundarstofu ásamt Eysteini Leifssyni hestaútflytjanda en Limur fór út þá nótt.

Limur var stjörnuleikari Limsfélagsins frá upphafi og ekki er þörf að rekja þá sögu hér, hún er þegar vel kunn.
Eigendur /seljendur Glyms eru beðnir um að gera vart við sig með því að senda nafn, kennitölu og bankaupplýsingar á  tölvupósti á netfangið hs@simnet.is eða með sms í síma 6988370 .
Ekki sakar ef  fólk sér sér fært að láta eitthvað af  aurunum renna til góðgerðarmála,t.d.mæðrastyrksnefndar bankar.0101-26-35021
kt. 470269-1119
 
 
Fréttir af arftökunum.
 
Ekki dugir að gráta endalaust svo Glaumur var sóttur 7.desember og fer í þjálfun um áramótin.
Kolfnnur dafnar vel ,er reyndar alveg bráðhuggulegur, verður hann á gjöf í Dalbæ og skreppur svo í árlega borgarferð (Víðidalinn) um miðjan maí.
Spennandi ár framundan
  • 1