LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2014 Nóvember

27.11.2014 09:42

Limurinn og sundfatamódelið

Limurinn er við það að verða heimsfrægur því samkvæmt Helga yfirlim þá var hann seldur til Claudiu Schiffer, sem er frægt sundfatamódel enda er hún óvenju leggjalöng og barmfögur. Ekki veit ég hvar Helgi komst í samband við hana eða hvort grái fiðringurinn talaði fyrir hann er fréttamaður spurði um nýjan eiganda.  En það er ljóst að Limsi mun flytja til Austurríkis á sunnudaginn og þar verður hann notaður til að kynbæta Austurríska Alpageitastofninn sem trítlar um í Ölpunum og þiggur brauð frá ríkum túristum. Trúlega mun hann einnig sitja fyrir með sundfatamódelinu Claudiu og verður gaman að sjá myndir úr Ölpunum af Claudiu hinni fáklæddu og Limnum vel reistum með Austurrísku Alpana sem bakgrunn.

Þar sem eigi hefur farið betra fé  erlendis (nema greiðslan fyrir hann sem fór inn á reikning á Tortúla eyjum í nafni Helga múrara Schiffer), þá munum við koma saman á laugardaginn og gráta Liminn. Mæting í Guðmundarstofu kl. 17:00 - 19:00 og munu stjórnarmenn verða með myndasýningu af nýjum eiganda og einhver bjór verður á boðstólum til að koma tárakirtlunum af stað. Þeir sem vilja minnast Limsins er bent á ferðasjóð Helga en hann stefnir á að heimsækja Claudiu og Lim um leið og hitnar í veðri svo það sé hægt að vera fáklæddur í útreiðunum. 

Allir velkomnir til að kætast yfir landvinningum okkar í Austurríki og gráta Liminn. Einnig eru menn hvattir til að kaupa jólabókina í ár sem Limsfélagið gefur út, "Limurinn og sundfatamódelið bregða á leik"  og er hún er ríkulega myndskreytt. Einnig fæst hún í bókabúð Playboyfélagsins en Helgi og aðrir stjórnarmenn eru með góðan afslátt þar.

 
 
  • 1