LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2014 Október

31.10.2014 12:35

Framtíðarefni

Það er ljóst hvað verður í jólapökkunum í ár hjá hestamönnum og hrossaræktendum, því frelsarinn er fæddur. Frami Framtíðar- og Aríonssonur mun gleðja hjarta hrossaræktandans og ylja honum á köldum vetrarnóttum næstu árin því vonin mun leiða okkur á braut hamingjunnar þangað til við uppskerum frægð og FRAMA.

 

Meistari Arion

 

 

 

 

06.10.2014 20:24

Limsferðin og nýjar myndir í myndaalbúmi

Góð þátttaka og mikil stemmning var í haustferð Limsfélagsins sem farin var laugardaginn 4. okt. Tilefni ferðarinnar var að þiggja heimboð til Jónsa og Gullu (kennda við Skalla í Hraunbæ) að Breiðabakka Wall Street í Holta-og Landssveit. Til upprifjunar var í fyrstu feluleiksferð Limsfélagsins, sem farin var haustið 2009 til að skoða Lim sem þá var í frumtamningu, var komið við á Breiðabakka hjá Jónsa og Gullu og talað um að seinna yrði um alvöru heimsókn að ræða.

Fyrsti viðkomustaður í ferðinni var í Syðri-Gegnishólum hjá hrossaræktendum árins 2013 Bergi og Olil. En eins og flestir vita er þar rekið eitt öflugusta hrossaræktarbú landsins. Bergur bóndi og hans fremsti maður tóku höfðinglega á móti ferðalöngum er þeir stukku inn í glæsilega tengibyggingu reiðhallar og hestshúss undan sunnlensku slagveðri. Bergur lóðsaði gesti um hesthúsin sem geta hýst tæplega 100 hross og upplýsti  um ættir og hæfileika gæðingsefnanna í húsinu.

Næst var komið við í Dalbæ þar sem Spunasynirnir Glaumur og Kolfinnur eru í góðu yfirlæti. Flestir hluthafar voru sammála um að Kolfinnur þroskaðist vel og væri bæði fallegur og snaggaralegur (og ekki ljúga þeir). Þegar dregið var undan Glaum eftir frábæra för á Landsmótið fékk Skagfirska goðið  (Halli Bjarka) þá snilldarhugmynd að halda skeifunum til haga sem var og gert.

Áfram var haldið austur Flóann til listakonunnar Siggu á Grund sem ætlaði að sýna gestum tvo af fimmgöngurunum, brokkarann og skeiðhestinn. Töltarinn var að heiman en fet og stökk hestarnir eru í vinnslu. Það má með sanni segja að skeiðhesturinn hennar Siggu er líklega glæsilegasta hestalistaverk sem gert hefur verið með fullri virðingu fyrir öðrum listamönnum.
En hvað varð um skeifur Glaums. Öllum af óvörum afhjúpaði Sigga listskúlptúrinn Glaumsjárn, en tilgangurinn helgar meðalið því hluti verksins var drukkinn af stút á staðnum. Hér eftir mæta Limsverjar ekki tómhentir til veislu því eitt af undrum Glaumsjárnsins er að það má aldrei þorna í því (vín)dropinn. Einnig var Jónsa og Gullu gefin mynd af þeim því eftir smá spæjaraleik við Skallaafvæmin skýrðist hin fullkomna sviðsmynd fyrir listamálarann Bjarna Þór til að teikna og mála flotta mynd af þeim heiðurshjónum (sjá teikningu).
Limsverjar og gestir þeirra þakka öllum gestgjöfunum fyrir frábæran dag. 

 

Snillingurinn Sigga á Grund með sennilega
glæsilegasta hestalistaverk sem til er á Íslandi
 
 
Sigga afhjúpar listaverkið Glaumsjárn
 
 
 
 
 
Jónsi og Gulla , þarf að segja meir?
 

01.10.2014 09:40

Haustferð Limsverja


Nú styttist  í hina árlegu haustferð Lims/Glaums/Kolfinnssverja sem farin verður laugardaginn 4. okt. frá Guðmundarstofu í félagsheimili Fáks. Ferðin verður ekki opinberuð frekar en vani hefur verið með fyrri ferðir. En er ófullburða hugmynd sem  var reifuð upp úr LM og virðist hún ætla að vera tær snilld í snillingshöndum - sjón verður sögu ríkari. En svona til að lækka tilhlökkunarblóðþrýstinginn að þá er ætlunin m.a.að kíkja á Spunasyni Limsfélagsins.

Limsverjar, sjáumst að vanda hressir þann 4. okt. (megið vera fýldir alla hina daga ársins) en vinsamlega tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12 föstudag 3. okt. í síma 698-8370 (Helgi). Tími á brottför kl.10 Örfá sæti laus.

Skemmtinefnd Limsfélagsins


  • 1