LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2014 September

15.09.2014 14:33

Hinsegin haustfréttir af Limnum og Helga yfirfrímúrara

Limurinn dvelur í hvíldar og endurhæfingarbúðum á Kjalarnesinu hinu fagra og veðursæla. Lim vantaði félagsskap í haust og sá Helgi yfirfrímúrari um málið að sínum alkunna dugnaði. Eitthvað fóru mál þó öðruvísi en ætlað var og sendi yfirkjalarnesgoðið honum eftirfarandi orðsendingu með bréfdúfu þar sem hann fer yfir málin með honum og útskýrir hugmyndafræðina um býfluguna og blómið. 

Sæll Helgi.

Málið varðar það sem okkur er ávallt efst í huga en það er Limurinn og notkun á honum á haustin.

Fyrst var hjá honum handónýt hryssubeygla sem hann átti ekki möguleika að fylja. Múrsvínið ætlaði aldeilis að sanna yfirburðar frjósemi Limsins og setti gamlan gelding til hans. Hann hafði þó vit á því að láta járna geldinginn upp, áður en hann var settur í Limgerðið, svo hann gæti varið sig almennilega ef til styrjaldar kæmi. Helgi sagði að klárinn héti Ó-lim-puss (Olimpus) og það mætti búast við tímamóta ræktunarundri frá þessum stólpa gripum. Það fór nú svo að ekki tókust miklar ástir með klárunum. Limurinn gekk svoleiðis í skrokk á "Pussa" að Pussi var fluttur á bráðamóttuna og er óvíst að hann haldi fylinu.

Helgi er nú á höttunum eftir öðru tilraunadýri sem helst þyrfti að vera fjölkynhneigður gripur en tvíkynhneigður að lágmarki. Þeir sem geta útvegað slíkan grip eru beðnir að hafa samband við

Helga Homeblest@gottbáðumegin.com

 

Heilræði til Helga Homeblest:

 

Ef að þú vilt folald fá,

og forðast ljóta skyssu.

Heillaráð mín þyggðu þá,

Þú skalt nota hryssu.

 

Ef viss þú ert í þinni sök.

og þér ei brestur kraftur.

Ekki virða röfl né rök.

Reyndu Pussa aftur.

 

Kv. Grétar Hallur

05.09.2014 23:04

Haustferð 2014

Haustferð Limsfélagsins verður farin  laugardaginn 4.október n.k.
 
  • 1