LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2014 Júní

30.06.2014 23:36

Berum stolt okkar höfuðfat


Svafar flottur með húfuna, Rúnar sýnir  ljósmyndara  dýru Landsmótsklippinguna


Eins og sést á myndinni eru Limsfélagshúfur mættar á Landsmót,verður þeim dreift til Limsverja í Fákstjaldinu í síðdegis hléi þriðjudag 1.júlí en Glaumur fer í dóm um kvöldið.

Glaumur í hólf

Tekið verður á móti hryssum til Glaums í Hoftúnum við Stokkseyri  mánudags-og þriðjudagskvöld eftir Landsmót það er 7. og 8.júlí.

Nánari upplýsingar í síma 698-8370

24.06.2014 16:23

Sumartilboð á spón

 

 

Glaumurinn var útskrifaður af hvíldar og lággjalda búgarðinum á Kirkjulandi sunnudaginn 22. jún fyrir hádegi. Heilsa hans er talin ásættanleg en áhugi hans á þessari einu merartúttu sem hjá honum var eru mér mikil vonbrigði þar sem hún var ú bullandi látum síðustu tvo daga. Helgi hafði hinsvegar ríkari skilning á þessu áhugaleysi og virtist eiga létt með að setja sig í spor folans. Helgi mætti með Gústa lífvörð á hlaðið til mín, þar sem illur á sér ills von, og var hinn kurteisasti. Hannsótti folann og þakkaði fyrir sig. Ekki gat hann þó stillt sig um að hreita hundi í mig þegar hann kvaddi. Hann sagði að spóna pokarnir sem hann hafði fengið hjá mér í allan vetur uppá krít, hefðu allir farið undir minn hlut í Kolfinni sem ég mun hafa eignast hlut í á dögunum !!! Ég er nú ekki betur gefinn en það að ég þakkaði kærlega fyrir viðskiskiptin og kvaddi hann fjöðrum fenginn yfir viðskiptasnilld minni.

Um kvöldið kom svo "Jón Finnur stóðhestefni" með aðra vonarstjörnu á eigin vegum í aldingarðinn á Kirkjulandi. Ég var þá byrjaður að efast um viðskiptasiðferði múrarans og staðfesti" Jón Finnur aldrei á sér" að rapparinn væri slægur og hrekkjóttur en ágætur í hófi.

Af þessu til efni vil ég bjóða "heiðarlegum limum" svo kallað Helgatilboð á spæni. 18 kg spónapoka á 1000 kr í sumar meðan birgðir endast. Óþarfi er að koma með lífvörð með sér en þeir sem byrja á H og enda á elgi ættu að leita tilboða annarstaðar.

ATH. Tiboðið hér að ofan er það eina sem ekki verður hrakið úr pistlinum.

 

Kv Grétar H Þórisson s 6963321

gretar@kirkjuland.is

23.06.2014 23:58

Glaumur á Miðfossum 2014

 
 
 
Myndir Hannes Sigurjónsson

22.06.2014 20:01

Limsdóttir

 
Veturgömul Limsdóttir í eigu Svafars Magnússonar og  Ástu Björnsdóttur  


16.06.2014 10:41

Kirkjulandspóstur

Það er ljóst að við verðum að fara að endurskoða af hverju bréfdúfurnar komast ekki með skilaboðið í óbyggirnar við Esjuræturnar, því enn fáum við hótunarpóst um fjandsamlega yfirtöku á félaginu enda hlutabréfin hækkað gífulega síðustu daga. Fjármálaeftirlitið er að kanna hvort innherjaupplýsingar hafi orðið til þess að hlutabréfin í Glaumi hækkuðu svona mikið á einum degi.

Eftirfarandi eru póstur frá giljagaurnum á Kirkjulandi sem er ekki fagur enda Helgi kominn með lífvörð sem fylgir honum hvert spor þessa dagana.

 

Komdu sigursæll og til hamingju með árangur fótasveiflukóngsins Glaums.

Hann er tölu-verður þessi foli.

Hann er nú kominn í hvíldarinnlögn á  til okkar á lággjalda hestamiðstöðina á Kirkjulandi þar sem hann dvelst væntanlega næstu daga.

Ég hef nú, eins og flestum er kunnugt, ekkert vit á hrossum eða þeirra hæfileikum, en ég tel að hann hafi þegar bætt sig verulega í stökki eftir að hann kom til mín. Hann stökk td tvisvar yfir skurð í túninu heima og fékk 9,5 að mati nærstaddra fyrir það. Helgi rétt missti af þessu þar sem hann var að kveikja sér í sígarettu í fyrra skiptið en í seinna skiptið var hann að styðja sig við staur af því að það var stafa logn á Kjalarnesinu góða.

Þá er komið að erindinu.

Eins og áður hefur komið fram um samskipti okkar útaf félagsskapnum þá hefur mér fundist ég hafa verið nokkurnveginn hundsaður þegar viðburðir félagsmanna hafa staðið fyrir dyrum.

Taldi ég i einfeldni minni að á þessu hefði verið ráðin bót. Mér þótti það vera merki um eftirsjá að þið skilduð bjóða okkur hjónum til Kanarí í janúar sl í sárabætur fyrir ykkar aulahátt.

Var það tilviljun ein sem réði því að dagsetning hrossakjötsveislunar var á meðan við vorum úti?

Var það tilviljun að ég fékk sms um veisluna 10 janúar þegar ég var á gangi á grátitlingaströndinni og átti ekki möguleika að mæta?

Í gærkvöldi kastaði þó tólfunum. Í einu af mínum landsfrægu góðmennskuköstum þar sem ég var að bjarga múrara,í fylgd geðlæknis, frá vanrækslukæru vegna 111 meðferðar dýra og broti á 11 boðorðinu, dynja á mér þær fregnir að enn hafi ég verið leyndur,svikinn og prettaður.

Hvenær og hvernig frétti ég af því að búið væri að kaupa annan Spunason?

Var það ekki Helgi sem missti þetta útúr sér í gærkveldi á hlaðinu hjá mér og þóttist fullur iðrunar að þessi leiðu mistök hefðu átt sér stað.

Garðar í Órækt pillaði sér fljótlega með hann heim og eftir sat ég eins og flengdur hundur með beyglað skott.

Ég spyr, eins og fyrr, er einhver skýring á þessu.

Kv Grétar hlutlausi

 

10.06.2014 22:13

Fréttaannáll

Helst er að frétta af Glymur er komin í girðingu í Borgarfirði að sinna merum.  Hann keppti í vor í fjórgangi á Reykjavíkurmótinu og fékk 6,65 í einkunn. Einnig mættu þeir Siggi Matt á LM úrtöku hjá Fáki og enduðu með einkunnina 8,36

Kolfinnur Spunasonur er á leið í uppeldi eftir vetrardvöl á toppfolaldahótelinu á Hrafnkelsstöðum.

Glaumur er komin út undir bert loft eftir góða ferð á Mið-Fossa í síðustu viku þar sem hann vann sér LM sæti í 4.vetra flokki og vill Limsfélagið þakka Janusi Eiríks fyrir fyrstu skrefin,Söru Sigurbjörns fyrir frábæran tamningavetur og Sigga Matt fyrir sinn þátt á lokasprettinum.
Eftir LM verður Glaumur í girðingu í Hoftúnum við Stokkseyri-Nánari upplýsingar í s: 698-8370


10.06.2014 20:11

Glaumsafkvæmi
Glaumsafkvæmi sem kom um svipað leyti og Glaumur fékk dóminn inn á Landsmót.


09.06.2014 19:31

Bras og brölt!

Upp um súlu spuni fer og verður vel að liði.
Afsprengið ekki verri er en Geirmundur uppá sviði.
Úr glamrandi gleði um bæjarhlaðið,
framsóknarsæði,takti hröðum.
Á toppnum getur ei annað en staðið
Glaumur frá Geirmundarstöðum.

06.06.2014 13:26

Glaumur hefst á flug

Glaumur frá Geirmundarstöðum var sýndur í gær og það er ljóst að ný stjarna skín á himninum. Hann fór í flottan dóm, þó yfirspunameistarinn segði að dómararnir hefðu ekkert vit á þessu frekar en venjulega. Glaumur fékk 8,02 í aðaleinkunn og vonandi hækkar hann á yfirlitinu.

Geirmundur er að semja lag um Glaum en Hilmar Jóhannesson samdi þenna flotta texta í gær en hann hefur samið þá marga fyrir Geirmund. :)

Ólíkum stofnum oft er best að blanda,

ef búa á snillinga til.

Gaumgæfa hlutina, verkin vanda,

veggi og stafna og þil.

Láta ei fordóma gæðunum granda,

Þá gengur þér flest allt í vil.

Saman í einingu súpa á landa

það söngvatn ég vil og ég skil.

 

Glaumur er Súlu sonur,

með svipmikið Spunabál.

Drengir og kátar konur,

kneyfi hér hestaskál.

 

Dómur Glaums fyrir yfirlit.

Sýnandi: Sigurður Vignir Matthíasson

Mál (cm):

145   134   139   68   142   37   47   41   6.6   30   18  

Hófa mál:

V.fr. 8,6   V.a. 8,3  

Aðaleinkunn: 8,02

 

Sköpulag: 8,18

Kostir: 7,92


Höfuð: 7,0
   G) Merarskál   H) Smá augu   

Háls/herðar/bógar: 8,5
   2) Langur   5) Mjúkur   7) Háar herðar   D) Djúpur   

Bak og lend: 8,0
   2) Breitt bak   

Samræmi: 8,5
   2) Léttbyggt   3) Langvaxið   

Fótagerð: 8,0

Réttleiki: 8,0

Hófar: 8,5
   3) Efnisþykkir   7) Hvelfdur botn   

Prúðleiki: 7,0

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta   6) Mjúkt   

Brokk: 8,0
   5) Há fótlyfta   

Skeið: 6,0
   B) Óöruggt   C) Fjórtaktað   

Stökk: 8,0
   4) Hátt   

Vilji og geðslag: 8,5
   4) Þjálni   5) Vakandi   

Fegurð í reið: 8,5
   3) Góður höfuðb.   4) Mikill fótaburður   

Fet: 7,5

Hægt tölt: 8,0

Hægt stökk: 7,5

 

 

 

05.06.2014 09:55

Spunameistarar spinna

Þegar ein vonarstjarnan flýgur lágt þá hefst önnur á loft. Kolfinnur var kominn úr vetrarreyfinu svo hann var kynntur fyrir hluthöfum í Reiðhöllinni í síðustu viku. Mikil ánægja var með folann sem er einkar framfallegur og léttur á skrokkinn. Einnig er hann sporléttur þó hann vildi ekki sýna okkur það mikið þetta kvöldið þó Helgi yfirSpunameistari reyndi að sýna honum nokkur létt balletspor (eins og sést á einni myndinni). 

Það kemur svo í ljós hvort Spuni sé kynbótahestur en Glaumur verður kannski sýndur á Miðfossum fljótlega en það hvílir mikil leynd yfir því hvenær og hvort hjá yfirSpunameisturunum. En hvað sem því líður þá segja vitringarnir þrír að hann sé gæðingsefni......og ekki hafa þeir verið óskeikulir hingað til.

Góðar kveðjur í sumarið kæru félagar því ef illa fer verða engar fréttir birtar hér á þessari síðu fyrr en jólakveðja félagsins lítur dagsins ljós.

 

 

 

 

 

 

 

Eins og segir í kvæðinu Maístjörnunni sem stjórnarmenn söngla þessa dagana

Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu, 
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín. 

  • 1