LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912839
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:35:01

Færslur: 2014 Mars

13.03.2014 23:51

Vorferð ferðasaga

Hafliði að dómstörfum og lýðurinn hlustar og meðtekur fræðin.

 

Laugardagur 8. mars, er runninn upp og vorferð Limsfélagsins  og Fáks hefst. Mjög góð þátttaka var í ferðinni  þrátt fyrir  býsna slæma veðurspá  þegar leið á daginn  Siggi Jökuls forfallaðist, eins og hann hlakkaði til að sjá hinn vindótta Birki frá Vatni hjá Huldu, en einn erfingi Vatnsauðæfanna átti afmæli og því foföllin skiljanleg.  Nóg um það.

Gústa atvinnurekanda fannst bjórbirgðirnar takmarkaðar og hafði áhyggjur af.  Fljótlega eftir brottför uppgötvaðist að  gosið sem búið var að hafa fyrir að stela frá mótanefndinni varð eftir, það var lagað í Bónus á Selfossi, alltaf gerð hagkvæm innkaup :) .  Haldið áfram í austur í meira vetrarríki og upp Árbakkaveginn (öðru nafni Wallstreet eða Fjárbakkavegur), 10 cm snjór og engin hjólför þennan morgun rétt fyrir kl.11, - skyldu allir stórhestamenn svæðisins sofa enn?
Nei í Árbakka var Hinrik mættur í hesthúsið og að sjálfsögðu Palli Briem einnig. Hulda birtist skömmu síðar og saman fóru þau yfir starfsemina og væntanlega uppbyggingu, ekki var sleppt að lýsa kostum Arons og leggja á einn soninn en þá rættist veðurspáin, hvellt rok en ríðandi komst Hulda út afleggjarann á glæsi töltara.  Ferðamenn þökkuðu fyrir sig með lagi eins og hefð er og afhendingu Limsplattans glæsilega.
 
Næst var hádegisverður á Pizza Gallery á Hvolsvelli áður en stefnan var tekin á stærsta hesthús landsins á Ármóti, minna mátti ekki vera fyrir Glaum frá Geirmundarstöðum.
Ekki sást nú folinn ekki  í fyrstu yfirferð um húsið enda steinsvaf prinsinn í einni svítunni. 
Þá var komið að alvörunni. SaraSigurbjörns, tamingakona tók folann fram og Hafliði í góðum gír að vanda skyldi byggingadæma folann.  Eftir dóm voru flestir á því að Haffi þyrfti að fara í endurmenntun.  Þá var lagt á og riðinn ein buna út í veðrið og hafði Sara orð á því að ekki væri sjálfgefið að ríða tryppum í slíku roki, folinn var flottur og menn ánægðir með kappann og tamninguna.  Þá var þakkað fyrir með sönglagi og platta.  Menn voru farnir að óttast veðrið sem var skollið á, alveg eftir spánni, en átti að lagast fyrir kvöldið.  Á bakaleiðinni fréttist það á Selfossi að búið væri að loka leiðinni til Reykjavíkur og ekkert annað að gera en að hinkra.  Eftir ca. klukkustund ákvað Eggert, aðalbílstjóri Limsfélagsins, að halda áfram för í gegnum Þrengslin, þó nokkrir ferðalangar þennan dag lentu í brasi, því bílar voru víða útaf, fastir og uppá vegriðum á þeirri leið í bæinn.
Hafi gestgjafar og ferðafélagar þökk fyrir skemmtilegan dag.
HS
 

03.03.2014 21:43

Vorið í nánd

Í vikunni sem leið tók Glymur sér þjálfunarpásu til að mæta í morgunkaffi Limsfélagsins og sýna hvað hann getur við mikinn fögnuð eigenda sinna.


Glymur,hvers manns hugljúfi. Ætli þessi drengur verði framtíðarknapi Limsfélagsins ,Arnar Máni Rúnarsson
Kolfinnur frá Varmá  • 1