LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912839
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:35:01

Færslur: 2014 Febrúar

19.02.2014 22:11

VORFERÐ 2014

Vorferð Limsfélagsins og kynbótanefndar Fáks 08.mars 2014
Farið verður frá félagsheimil Fáks(Guðmundarstofu),brottför kl.09:00.  Farið verður um Suðurland og heimsóttir gæðingahaldarar,andans snillingar og að sjálfsögðu Spunasonurinn,Glaumur,heimsóttur.

Þátttaka tilkynnist í síma:698 8370 fyrir föstudag 07.mars.n.k.ÁHUGAVERT!
Hluti ræðu snilldarpennans Bjarna Þorkelssonar á Þóroddsstöðum,flutt á hrossakjötsveislu Limsfélagsins 2013 má sjá hér  http://www.thoroddsstadir.is/

12.02.2014 23:28

Nýtt logo

Þetta er nýtt logo Limsfélagsins á fallegum silfurplatta.

07.02.2014 21:00

Tvistur


59 (13-087 Tvistur)     faðir           10-086 Alur     móðir       06-220  kg 55   

 

ómvöðvi  34       fita 4.7    lag        4            

 

leggur 111           8             8.5          8.5          9             8.5         

  læri 17.5              8             8             9             samt stig 85       


Nýasta eign Limsfélagsins ,hrúturinn Tvistur frá Vatni.

Fyrir ofan lýsa glæsileg mál hversu mikill kynbótahrútur þetta er enda kemur stórfjárræktandinn Guðbrandur Stígur frá Stígshúsum  Afurða-Gránu sinni ekki einu sinni í sæðingar hjá Tvisti fyrr en 2016.

 

03.02.2014 21:33

Laugardagskvöld 11.1.2014

Hrossakjötsveislan er hafin með promp og prakt,fullt hús af fólki eins og búist var við.
Silli Ægis var búin að eyða deginum í kjöt nostur með toppárangri.
Myndlistarkonan Sigurlína Kristinsdóttir  skreytti húsið með flottum hestamyndum. Íslensk-Ameríska 
hélt kynningu á Fernet Branca þegar gestir komu í hús. Fernet Branca eða lyfið gerði Kristinn Hugason 
heimsfrægt meðal hestamanna á Limskvöldi fyrir fjórum árum.  Eftir borðhald fór fram verðlaunaafhending kynbótanefndar Fáks stýrt af Garðari Sigsteinssyni og Guðmundi Birki Þorkelssyni
sem lék sér í fyrra að rekja hrossin til Óðu-Rauðku frá Árnanesi.  Nú var komið að Síðu frá Sauðárkróki sem Birkir sagði vera formóður 95,6% hrossastofnsins í dag en af 8 verðlaunahrossum var 
einn hestur ekki út af henni komin,Kastró frá Efra -Seli.
Þá var komið að hinni höfðinglegu verðlaunaafhendingu Limsfélagsins stýrt af Sigga Svavars.,þeir sem verðlaunaðir voru:
Ágúst Vilhelmsson sem stærsti fjárfestirinn (yfir 2m.á hæð)
Gunnar Sophaníasson fyrir heimsins fallegustu Glymsdóttur
Jón Ólafsson fyrir efnilegasta sonin sem aldrei kom.
Þá var komið að snillingi kvöldsins Reyni Hjartarsyni ajatholla og fór hann á kostum með sögum af öðrum snillingum,meðal annars af heiðurshjónunum á Grund,Auði sagði hann vera venjulegustu konu sem hann þekkti en jarlinn Gunnar óvenjulegasta mann sem hann þekkti.
  • 1