LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2013 Nóvember

30.11.2013 22:23

Hrossakjötið 11.jan.2014

Hin árlega hrossakjötsveisla Limsfélagsin og kynbótanefndar Fáks verður laugardaginn 11.janúar 2014 í Fáksheimilinu Víðidal.  Án efa verður stórveisla að hætti Silla og aðstoðarfólks.  Verður þetta fjórða veisla félagsins sem allar hafa verið hin besta skemmtun og skartað stórsnillingum í púlti.  Að þessu sinni mætir í púltið einn fremsti listamaður Norðurlands.

Hestafréttir eru þær að Glymur er í góðu yfirlæti á Leiðólfsstöðum og verður hann tekinn á hús eftir áramót.

Glaumur fór í Dalbæ efir góða byrjun tamningar í haust.  Á nýju ári verður hann ræstur á ný og brekkudæmdur  í vísindaferð í mars..

Kolfinnur ,vonandi stendur hann undir nafni í framtíðinni,verður á Hótel Hrafnkelsstaðir(5 stjjörnu folaldahóteli) í vetur.  Inntur eftir heimsóknartímum 60 feðra ,sagði Haraldur fóðurtæknir, verða sérstakir pabbadagar .
Þannig að árið 2014 verður líflegt í Limsfélaginu.emoticon
  • 1