LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2013 Október

31.10.2013 14:17

Jón og séra Jón


Það er ekki alveg sama hvort menn eru Jón eða séra Jón í þessum klíku félagsskap sem Limsfélagið er. Sumir fá innherjaboð um flest mál og geta notað það sér til framdráttar en aðrir fá engin boð og verða því bara að eyða tíma með frúnni.
Eftirfarandi boðskipti áttu sér stað á milli Grétars á Kirkjulandi, hluthafa með meiru og ritara Helga Múr yfirLims.

Sæll Nonni.

Ég var svo lánsamur af fá að vera hluthafi í Geirmundarstaðar undrinu , honum Glaumi, hérna um árið og var tjáð að félagslíf væri allnokkuð í þessum félagsskap og nærveru minnar eindregið óskað.

Síðan þá hef ég aðeins heyrt útundan mér frá gleðifundum og vísindaferðum félagsmanna en aldrei verið boðið að taka þátt í gleðinni.

Hefur þú hugmynd hverju þetta sætir? Er  kannski litið á mig sem kjölfestufjárfesti eða sem féþúfu óprúttinna hestaprangara sem vilja ekkert með mig hafa en ásælast auðæfi mín?

Ef þú átt svör við þessu,forni sveitungi,þætti mér gott að fá þessari nagandi óvissu eitt.

Kv Grétar Þóris

Svar:
Sæll Grétar kjölfestufjárfestir

Megum við birta þennan texta á heimasíðu Lims/Glaums/Kolfinns? (lágum í hláturskrampa þegar við lásum þetta).

Það er alltaf birt á heimasíðunni um ferðirnar en kannski nær netið ekki upp í óbyggðir Esju? Einnig höfum við sent sms þegar nær dregur...en við sáum í síðustu viku að við vorum með vitlaust símanúmer hjá þér (frúin hefur kannski látið okkur fá vitlaust númer....)


Sælir.

Jú jú þú mátt birta þessi harmkvæli. Ég hef nú líka haft nokkra skemtun af þessu, sem er gott. Símanúmerið er rétt núna en facebook og fjölmenning ná ekki undir Esjuhlíðar svo ég viti.

Víst er staðan ansi aum,

eykst minn sálarvandi.

Fór á mis við Glym og Glaum

Grétar, Kirkjulandi.


Kveðja úr Reykjavíkurhreppi

Grétar


08.10.2013 14:54

Glaumur í (Geirmundar)sveiflu

Fyrstu útgönguspár Limsverja segja til um að sigurvegarinn í fjögurra vetra stóðhestum á landsmótinu á næsta ári er fundinn. Glaumur Spunasonur mun eiga bikarinn vísan, ef heiðurmönnunum sem eiga hann, munu ákveða að sýna hann á næsta ári. Það er ekki alveg víst að hann verði sýndur, því það er svo leiðinlegt að vera með lang besta folann í þessum flokki og heyra grátkórinn frá hinum stóðhesteigendunum, svo af tómri góðmennsku við aðra stóðhesteigendur þá er ekki víst að hann verði sýndur.
En þvílíkir taktar í folanum á laugardaginn. Elstu og reyndustu hrossaræktendur landsins (Helgi og Valdimar Jóns) munu ekki eftir að hafa séð áður svona glæsitakta í svona litlum tömdum fola. Menn voru svo agndofa svo það gleymdust að taka myndir en eitthvað er þó til og ljóst að framtíðin er björt hjá Glaumi.

.
  • 1