LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2013 Janúar

08.01.2013 22:34

Þrettándagleði 2013 afstaðin


Þá er Þrettándagleði Limsfélagsins og kynbótanefndar Fáks afstaðin.

Geiri réttur bauð gesti velkomna með sinum kunnu töktum og skenkti  brennivínsstaup í leiðinni.

Andi Jóns Helga sveif yfir og að sjálfsögðu var stóll frátekinn fyrir snillinginn. Eftir vel  heppnuð viðskipti  arftakans Silla Ægis og Sigurðar Eiríksstaðavíkings,nostraði hann  svo við  matinn að hrossakjöts Simmi Ólafs lagði ekki í að smakka en ekki hvarflaði að nokkrum hrossakjötssérfræðingi  sem það gerði  að gera nokkrar athugasemdir. Eftir að Brokkkórinn undir styrkri stjórn Magga Kjartans  hafði sungið nokkur lög boðaði eilífðartöffarinn Siggi Svavars ,sveitadrenginn Guðmund Birki Þorkelsson fyrstan í pontu. Guðmundur Birkir sagði meðal annars að Flóadrengurinn Guðni Ágústsson hefði aldrei séð tær fossagil og læki sem kórinn söng um,hann þekkti bara flóaveituna,grugguga leka fram hjá Brúnastöðum.

Því næst veitti Garðar biskup kynbótanefndar,  verðlaun fyrir  hæst dæmdu kynbótahross í öllum flokkum,  ræktuð af Fáksverjum. Að sjálfsögðu tengdi Guðmundur Birkir skyldleika hrossanna við Óðu Rauðku eins og við átti,svona til mótvægis við  Snældu Sigurðar frá Brún,hvað annað?

Brokkórinn hélt sínum íðilfögru röddum heitum og seldi almanök til styrktar Berlínarför sinni 2013, á milli laga.

Næstur var Bjarni á Þóroddsstöðum ræðumaður kvöldsins með sína þéttu rödd. Bjarni fór aðeins í gegnum þá trú föðurs síns Þorkels Bjarnasonar heitins  að atgervi íslenska gæðingsins skuli vera :

Léttstígur,viljugur ,rúmur og flugvakur gæðingur,á traustum fótum að sjálfsögðu. Birkir skyldi það vera Nói?

Bjarni kom líka inná skoðun sína á ræktun klárhrossa sem hann kallaði skammvinnan gróða fítus og þarf það engum að koma á óvart.

Ekki gleymdist Flosa þáttur Ólafssonar sem fararstjóra í hestaferðum yfir þýskum kerlingum fyrir Þorkel í mörg sumur.

Einhverju sinni lagði Flosi upp í ferð á Laugarvatni á Krumma sem Keli hafði arfleitt hann af. Klárinn hafði verði Kela erfiður á yngri árum.Ansans klárinn tók upp á því að láta eins og vitleysingur með stórleikarann,jú kallinn hafði brókað sig í reiðstakk ráðunautarins.

Í haustferð Limsfélgsins í Borgarfjörðinn fékk Birkir það snilldarhugboð að eigin sögn að bjóða Bjarna Þór Bjarnasyni listmálara að mæta með málverk á þrettándagleðina og viti menn snllingurinn þakkaði fyrir sig með glæsimálverki af Glymi í farteskinu sem var boðið upp og fékk Dropinn félag sykursjúkra barna andvirðið. Einnig málaði Bjarni Þór portrett sem  Limsfélagið afhenti Sigurði Matthíassyni til eignar.

Að sjálfsögðu kann Límsfélagið að meta góða skemmtun og heiðraði Guðna Ágústsson og Laugarvatnsbræður . Brúnastaðastrákurinn leyfði Laugarvatnsdrengnum ekki að eiga síðasta orð kvöldsins- Hverju svarar Birkir að ári????

Hafi allir viðstaddir þökk fyrir góða skemmtun og starfsfólk kvöldsins fá alveg sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf.

Sjá myndir frá kvöldinu í myndaalbúmi síðunnar.

H.S.

  • 1