LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912839
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:35:01

Færslur: 2012 Desember

08.12.2012 22:28

Haustferð 2012

Laugardagsmorgun þ.24.nóv.s.l.,fljúgjandi hálka í borginni og varla stætt .  En þá er bara að sanda braut af bílastæðinu inn að  Reiðhallaranddyri.  Hinn hundtryggi  Eggert einkabílstjóri  Limsfélagsins er mættur á rútunni  á slaginu.  Og þá er að hasta okkur uppá Skaga að vísitera fyrsta tamningardýrið undan Limnum.

Hersteinn heitir prinsinn sem fær þann heiður að verða fyrstur afkvæma Lims  í tamningu svo vitað sé. Hann var í húsi ásamt föður sínum sínum.  Eitthvað hafði farist fyrir að sinna folanum þær tvær vikur sem húsvistin var orðinn,.  Frumraun folans undir hnakk  fór fram kvöldið áður en tamningamaðurinn kallar ekki allt ömmu sína og lét  vaða út á götu.  Folinn tók til fótanna með stæl á mýktarsveiflubrokki  og stakk hjálparhestinn af eins  og upprennandi gæðingur.

Eins og sannir gestgjafar sýndu Skagamenn  Limsverjum einn annan alvöru gæðing í reið. Ingibergur lagði á 1v.stóðhestinn  Ægi frá Efri-Hrepp sem var járnaður í tilefni dagsins.  Ægir fór létt með tvo skeiðspretti enda með 9,5 fyrir skeið.

Að  þessari gullmola sýningu lokinni var haldið niður í bæ í  gallery Bjarna Þórs Bjarnasonar,þar sem við tók önnur gullaldarsýning en nú á striga ásamt léttum veitingum.

Með stjörnur í augum skunduðum við í Pizzu og öl,og haft er á orði  á Skaganum að ekki hafi sést eins á götum bæjarins  í langan tíma eins myndarlegir  menn, þá aðallega á þvervegin.

Ræs  í rútu og haldið til Jakobs Sigurðssonar  í Steinsholt .  Eins og vænta mátti var þar fullt hús gæðinga og gæðingsefna og fór Kobbi yfir  sviðið af sinni alkunnu hógværð. Þegar sest var í kaffistofuna varð úr svo fjölbreytt sögustund að menn gleymdu sér fram í myrkur svo íþróttaknapinn 2012 slapp við að fara í hnakkinn.

Hafi allir ferðafélagar og gestgjafar þökk fyrir léttan og ánægjulegan  dag.

En það er af Limi að segja að hann er á leið í geymslu og í létt trimm í Borgarfirðinum fram eftir vetri

Handrit (ekki skuldlaust) HS

  

  • 1