LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912839
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:35:01

Færslur: 2012 Október

27.10.2012 22:25

Undanfari

Útlistun af nýjusta tamningaverkfæri  Hrossaræktarbúsins Feti eins og fram kemur í októberblaði Hestablaðsins:
Hér fyrir neðan kemur vísa Magnúsar Halldórssonar á Hvolsvelli:


Fram úr öðrum Fet-menn skara
í fréttum þetta var að sjá
Þeir eiga nýjan undanfara
sem öllu kviku ríða má


Víst mun þetta verða raunin,
vaskur kappinn ríður greitt.
Hans þarf ekki að hækka launin
og hann þarf ekki að éta neitt.

Ekki gáfum skýrum skartar
skilur ´ann bara þetta fag.
Um eistnaverki aldrei kvartar
alveg laus  við reiðarslag.

Latir þennan léttast skilja
 losna menn við basl og tjón.
Og eldri reiðmenn eflaust vilja 
eiga slíka losta þjón.

Þó lifa megi hann við hlekki ,
hnakkinn ávallt tengdur við.
Þá feministar  fárast ekki
fullgreint ei mun kvikindið.


En eins og  allmargir vita urðu svokallaiðir Berhenstímar í íslenskri hestatamningum um 1970,þá notuðu menn brúður til að sitja fyrir sig fyrirferðamikil tryppi. 07.10.2012 20:29

Gleðigjafi fallinn fráJón Helgi Haraldsson

03.01.1952-23.09.2012

Fallin er frá mikill gleðigjafi Jón Helgi Haraldsson langt fyrir aldur fram og til að minnast hans er nauðsynlegt að láta flakka nokkrar tilvitnanir á skemmtileg  orðfæri  og uppátækjasögur Jóns Helga en varla leið sá dagur að ekki komu frá honum gullkorn.

 

 "Hvað má bjóða þér elskan?" spurði Jón Helgi og leit á farþegann í framsætinu,vel bundinn í bílbelti.  Því næst sneri hann sér að ungviðinu aftan í og sagði:  "Þegið þið krakkar, þið fáið ekki neitt."   Andlitið á starfsstúlkunni í lúgusjoppunni nánast datt af henni þegar hann sneri sér að henni og sagði:   "Ég er úti að keyra með fjölskylduna.....".  Farþeginn í framsætinu var kind og aftan í voru tvö lömb.

 

Ein hverju sinni fóru Nonni og nokkrir félagar í ferð um landið.  Þegar þeir komu í Möðrudalskirkju stóð hún opin en enginn var þar presturinn.  Nonna fannst nú lítið mál að ganga í prestverkin og ákvað að messa yfir ferðafélögum sínum.  Hann skellti presthempunni með öllu tilheyrandi yfir lopapeysuna og tónaði  "Drottinn gaf og drottinn tók.  Drottinn er í ullarbrók."  Þegar hann leit yfir söfnuðinn hafði kirkjan fyllst af þýskum ferðamönnum í miðri messu og Nonni bara krossaði sig og sagði amen og allir ferðalangarnir tóku undir.  Hann var að hugsa um að láta þá ganga til altaris en vínið var búið.

Eitt sinn var Nonni í hestaferð á meri sem hann var nýbúinn að eignast og kom ríðandi upp að  ferðafélaga sínum Birnu. Birna sá að merin var ansi villt og segir  "Þessari meri ríður maður nú ekki hægt og hljótt."   Og Nonni svarar að bragði:  "Nei , bara ótt og títt."  Birna spurði undan hverjum merin væri og Nonni  svaraði á umhugsunar: "Undan Þvælu frá Upphafi og graðhestinum Uppspuna frá Rótum."

Jón Helgi fór í hestaferð í  7 daga hestaferð í hring um Langjökul með 7 kvenmannslausum körlum.  Þegar Jón Helgi stekkur af baki í síðasta áfanga spyr Birna hann sem mætt var á staðinn til að koma honum til byggða af hverju hann væri á gúmmískóm, svaraði hann að bragði "ég var hættur að þora að beygja mig til að komast í stígvélin"

Einhverju sinni kom Jón Helgi að Brynjólfi Sandholt dýralækni þar sem hann var í miðjum klíðum að raspa hest með kjaftinn á hestinum uppglenntan. Jón Helgi lyfti upp stertinum á hestinum og beygði sig niður um leið og hann sagði:  ,,Sérðu mig Brynjólfur"


Jarðaför Jóns Helga fór fram frá Grafarvogskirkju fyrir fullri kirkju enda þekktu flestir hestamenn landsins hann.  Reikna ég með að athöfnin verði viðstöddum ógleymanleg.  Athöfnin snerist um að kórinn söng uppáhaldslög Jóns á milli þess að séra Hjörtur Magni las upp úr Fákum Einars Ben. og sagði frá kynnum sínum af Jóni fram á lokastund,nokkuð feiminn er hann byrjaði að vitna í samtöl sín við Jón,því Jón Helgi hafði greinilega skipulagt eigin jarðarför. Séra vitnaði meðal annars í Jón:  "Ef einhver kelling ætlar að grenja í minni jarðarför er hún í vitlausu partýi". 

Við val á lögum lagði Jón Helgi bann við að sungið yrði  "Komdu og skoðaðu í kistuna mína".          

HS                                 

  • 1