LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 111
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912768
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 10:31:23

Færslur: 2012 Júní

27.06.2012 01:44

Landsmót Limsverja

Landsmót limsverja hefst í dag,þegar flaggskip félagsins fer í dóm og óskum við Sigga Matt og Glym frá Leiðólfsstöðum
góðs gengis í brautinni.

Dómur frá héraðssýningu suðurlands:
Glymur frá Leiðólfsstöðum 

26.06.2012 17:04

Sigurður frá BrúnSigurður frá Brún var þekktur hestamaður á síðustu öld,frá honum er komin stór ættbogi gæðinga inní nútímann.
Ný grein um Sigurð undir fróðleikur.

Sjá grein hér:Sigurður Jónsson frá Brún24.06.2012 22:26

Hryssur til Glyms

Glymur tekur á móti hryssum í Unnarsholtskoti í Hrunamannahreppi þriðjudaginn 3.júli n.k. eftir kl.20:00
Upplýsingar í síma 698 8370 eða glymur@visir.is

19.06.2012 08:42

Glaumur í dölunum í sumar

Mikil og góð þátttaka var á Limssýningunni. Klárinn góður hjá Sigga og Glaumur lék listir sínar í gerðinu fyrir glaseygða hluthafa enda var skálað í gullum veigum til að fagna stóðhestefninu.

Til að Glaumur þroskist sem best og fái strax bestu hryssurnar til sín var ákveðið að hann verði í Dölunum í sumar. Þar eru líka með betri hryssum landsins enda er stefnt að því að Glaumur verði sýndur til heiðursverlauna 9 vetra gamall svo hann slái met Álfs frá Selfossi sem fær yngstur stóðhesta Sleipnisbikarinn í sumar (þangað til Glaumur fær þau:)) Þeir sem vilja halda undir Glaum hafi samband við Helga yfirlim.


"Stinnur og stór, svífur á brokk" sungu Stuðmenn og það á alveg við um Glaum.

11.06.2012 14:38

Bestustu folöld í heimi

Glymsbörnin skjótast í heiminn þessa dagana og eru eigendur mjög stoltir af þeim. Mikil aðsókn er í klárinn og stendur jafnvel til að láta hann í sæðingar í Þingeyjarsýslunum fram að Landsmóti enda munar hluthafa ekkert um að skjótast með hryssur undir hann, jafnvel hægt að taka þær með í einkaþyrlunni. Glymur er hæst dæmdi Álfssonurinn enn sem komið er og verður gaman að sjá þá félaga á Landsmótinu og hvetjum við alla hluthafa til að fjölmenna þegar Glymur fer í dóm á Landsmótinu.
Einn stoltur folaldseigandi sendi myndir af nokkurra klukkustunda gömlu folaldi og sagðist hann aldrei hafa séð eins hágengt folald (sjá mynd)
.
Einnig sitja þau á rassgatinu
 

Með höfuðið í lóð allan tíman þó nokkurra klukkutíma gömul sé.
Er hægt að hafa það flottara?!?!?!?!?!?

08.06.2012 23:36

Glaumur hinn hálslangi


Fríður, lima- og leggjalangur og býður af sér góðan þokka og gettu hver....

Nei þetta er ekki lýsing á Helga múrara, Fjölni Þorgeirs eða Lákoni frá Ragnheiðarstöðum, heldur er þetta lýsing á Spunaundrinu mikla, Glaumi frá Geirmundarstöðum. Glaumur vill gjarnan kynnast hryssum í sumar svo það verði einhverjar erfðaframfarir í íslenska hrossastofninum. Ef einhver veit um góða girðingu handa kappanum þá er um að gera að hafa samband við aðdáendur númer eitt, tvö og þrjú Garðar eða Helga.  • 1