LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912723
Samtals gestir: 146169
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 07:00:08

Færslur: 2011 Október

11.10.2011 09:08

G l a u m u r

Glaumur hafði stutt stopp í bænum til að venja hann við menninguna áður en hann færi austur fyrir fjall og kynntist alvöru sunnlenskri rigningu.  Nokkrar myndir voru teknar af kappanum svo Helgi yfirmúrari gæti prentað þær út svo hann þekkti folann næsta vor. Það er frekar slæmt fyrir svona félagsskap að  hafa svona óhestglöggan umsjónarmann á svona dýrgrip enda er það þess vegna sem hann heldur alltaf undir skjótta stóðhesta sjálfur því þá eru meiri líkur á að hann þekki beljuskjóttu hestana sína sjálfur. Við skulum vona að hann þekki Glaum á stjörnunni (eftir mynd) svo hann komi ekki með eitthvert flókatrippi í staðinn næstar vor er hann verður kynntur í Reiðhöllinni.


Búið að æfa uppstillinguna fyrir kynbótadóm. Glaumur er svo hálslangur að það mun ekki þýða að hafa einhvern venulegan hobbita-kynbótaknapa á honum, þeir myndu ekki sjá hvert þeir væru að fara því reisingin er svo gífurlega J


Við skulum vona að Þáttur gamli í Kirkjubæ komi ekki upp í honum í reið og höfuðburðurinn verði svona!!!


Glaumur lýtur nokkuð vel út miðað við veturgamalt trippi og verður gaman að sjá hvernig hann þroskast næstu árin. Búið er að selja alla 60 hlutina og gekk það mjög vel og nú er bara að vona að hlutabréfavísitalan taki jafn vel við sér og væntingavísitala eigenda en eins og er þá er mikill munur þar á milli, en það stendur til bóta :)


 Yfirhestahaldarinn með pískinn góða, eins gott að halda sig á mottunni.

  • 1