LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912839
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:35:01

Færslur: 2011 September

28.09.2011 17:43

Glaumur í bæjarferðGlaumur á hágengu tölti - ójárnaður svo það verður aldeilis sveifla á karli er hann kemst á járn í fyllingu tímas.

Glaumur hefur hafið sína heimsreisu og hafði fyrstu viðdvöl í Reykjavík í vikunni. Ekki fékk hann þó að hvíla sig því snarlega var honum kipp út í gerði og látin dansa fyrir stjórnarmeðlimi, bæði á tölti og brokki. Létt er yfir kalli og von til þess að hann þroskist vel í vetur og þá verður haldin stór sýning á honum í vor fyrir alla sem vilja og kannski líka þá sem vilja ekki.
Síðan verður dregið út hverjir fá að nota hann næsta vor en fyrst þarf að redda girðingu fyrir kappan svo ef einhver vill fá afnot þá er gott að redda fyrst girðingu.
Glaumur er strax viljugur, léttur í hreyfingum og hreyfir sig á Hólamátann, þ.e. hvelfdur makki, lækkar sig að aftan og spyrnir sér fram með frjálsar og fimar hreyfingar. Notar aðallega brokk en bregður fyrir sig hýruspori.
Stjórnarmaður var byrjaður að semja vísu um kappann en það vantar að botna hana en ákveðið er að hafa vísusamkeppni og verða bestu vísurnar gefnar út í bók um jólin og þá er jólagjöfinni handa konunni reddað þetta árið.

Tvær leirburðavísur hnutu fram á varir stjórnarmanna í dag en þetta er að sjálfssögðu bara hnoð og það geta örugglega einhverjir gert betur og sent okkur vísur.
 Þessa á eftir að botna

Glaumur verður eigendum sínum mikill gleðigjafi,

enda strax gammvakur lista gæðingur.

Seinna verður hann Sleipnisbikarhafi

???????

 

Eigendur verða þó þyrstir að bíða

en munu háar skýjaborgir smíða,

því fyrst þarf Glaumur að ríða

ljótu merinni þeirra og fyrir það líða.Náttfari frá Ytra-Dalsgerði

15.09.2011 10:58

Verðandi heimsmeistarefni, Glaumur frá Geirmundarstöðum

Kæru Limsverjar, Fáksmenn og aðrir kátir hestamenn

Þar sem Glymur frá Leiðólfsstöðum stóð sig vel í vor og er núna hæst dæmdi Álfssonurinn í heiminum þá er mikill hugur að fara í útrás og stækka félagið. Þó að félagsmenn hafi verið duglegir við að stækka á þverveginn J þá viljum við frekar stækka félagið með því að kaupa nýtt stóðhestefni og fjölga félögum þar sem mikil ásókn hefur verið í að komast í félagsskapinn. Njósnari hennar hátignar, James Bond Íslands þegar kemur að hestaheiminum, fréttir allt fljótlega þó að í múrverki sé og heyrir frekar dapurlega, þá fór það ekki framhjá honum að verðandi heimsmeistaraefni væri falt. Gerður var leiðangur norður í land þar sem hann fékk hraðskreiðasta sendibílstjórann á svæðinu í lið með sér til að vera á undan öllum hinum sem ætluðu að klófesta heimsmeistarasoninn.  Ekki þótti ráðlegt að yfirgefa Skagafjörðinn nema handsala kaupin og reyna svo að sannfæra þá sem hafa ekki séð hann að annað eins stóðhestefni hafi ekki sést í langan tíma.

Um er að ræða son heimsmeistarans Spuna frá Vesturkoti sem vann hug og hjörtu, já og veski hrossaræktenda enda jaðraði við slagsmálum eftir landsmótið við það að koma hryssum undir hann. Spuni sló í gegn á Landsmótinu enda einkar flinkur alhliða hestur. Móðir Glaums er sýnd en ekki hátt dæmd, um 7.50 en hún var aðeins 3 mánaða taminn þegar hún var sýnd. Hún hefur þegar gefið mjög góðan 1. verðlauna stóðhest, Kokteil frá Geirmundastöðum og hefur hann líka sannað sig á keppnisvellinum, verið í úrslitum á Landsmóti í unglingaflokki og farið vel yfir sjö í tölti. (hér er slóð á myndband af Kokteil  http://www.hofapressan.is/watch_video.php?v=b27fe8656879ce8

Móðir Glaums er undan Hrafnssyninum Boða frá Kjarnholtum en móðir hans er nánskyld Glókollu frá Kjarnholtum. Svo eru hestar  eins og Þáttur 722 frá Kirkjubæ, Leiri 708 frá Reyni og Léttir 600 frá Vík einnig í móðurlegg hennar.

Félagið verður samsett af 60 hlutum til að byrja með og er öllum skemmtilegum hrossaræktaráhugamönnum er gefinn kostur á að vera með til að efla hrossarækt í landinu,,, en fyrstir koma, fyrstir fá.  Þeir sem ætla að verða með í Glaum verða að senda póst á fakur@fakur.is sem fyrst því búast má við því að margir skrái sig strax fyrir hlut og við þurfum að borga hestinn í næstu viku svo allir verða að leggja inn til að tryggja hlutinn sinn. Annars missum við hestinn.

Glaumur er ræktaður af sveiflukónginum Geirmundi Valtýssyni og mun hann koma og halda uppi stuðinu á árshátíðum Glaums þegar hann verður búinn að slá í gegn.

Hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir af Glaum en hann er framfallegur, léttbyggður og vel stór. Glaumur er með mjúkan háls og sýnir fallegar hreyfingar og virðist vera efni í flottan hest.


  • 1