LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2011 Maí

22.05.2011 10:25

Ótitlað

Glymur frá Leiðólfsstöðum verður til afnota fyrir hryssur meðlima Limsfélagsins.
Stefnumótastaður Faxaból í Reykjavík til mánaðarmóta maí-júní 2011.
Nánari uppplýsingar í s:698 8370
Eftir Landsmót verður girðingahald gæðingsins á Torfastöðim í Biskupstungum.
Tekið verður á móti hryssum þriðjudagskvöldið 5. júlí á milli kl. 20:00 - 21:00 Borga verður girðingargjaldið um leið og sleppt er í girðingu kr. 20.000 (í peningum).
Sóldís frá Leiðólfsstöðum
 

19.05.2011 09:06

Efstur, bestur, mestur eins og eigendurnir


Þetta er mynd af fyrsta en klárlega ekki síðasta verðlaunagrip sem Glymur Limur fékk á kynbótasýningunni í Víðidal. Glymur er með næst hæsta dóm sem stóðhestur í 5 vetra flokki á Íslandi í dag og farseðillinn á landsmótið verður innrammaður. Við viljum hvetja alla eigendur til að kaupa miða á landsmótið og nú þegar er búið að setja á laggirnar undirbúningsnefnd sem á að að sjá um skemmtiatriði á landsmótinu þegar Glymur Limur tekur við verðlaununum sínum.  Jibbbbýý húrra.
Verðlaunin verða til að byrja með geymd á náttborðinu hjá Helga þangað til búið verður að smíða verðlaunaskápinn og kannski þurfum við að smíða sérstakt hús eins og Diddi undir allt verðlaunasafnið.


Nös frá Urriðavatni

17.05.2011 17:21

Landsmótsfarinn Glymur frá LeiðólfsstöðumJá sælllll
Sýningin hjá Sigga Matt og Glym tókst glæsilega og endaði klárinn í 8,24 í aðaleinkunn. Til hamingju allir aðdáendur klársins.

Aðaleinkunn: 8,24

 

Sköpulag: 8,28

Kostir: 8,21


Höfuð: 8,0
   8) Vel opin augu  

Háls/herðar/bógar: 8,5
   1) Reistur   5) Mjúkur   7) Háar herðar   F) Fyllt kverk  

Bak og lend: 9,0
   2) Breitt bak   3) Vöðvafyllt bak   8) Góð baklína  

Samræmi: 8,5

Fótagerð: 8,0
   4) Öflugar sinar  

Réttleiki: 8,0

Hófar: 8,0
   3) Efnisþykkir   8) Vel formaðir   I) Slútandi hælar  

Prúðleiki: 7,5

Tölt: 8,5
   2) Taktgott   3) Há fótlyfta  

Brokk: 8,5
   1) Rúmt   4) Skrefmikið  

Skeið: 7,0
   C) Fjórtaktað  

Stökk: 8,0
   5) Takthreint  

Vilji og geðslag: 8,5
   2) Ásækni   4) Þjálni  

Fegurð í reið: 8,5
   4) Mikill fótaburður  

Fet: 8,5
   3) Skrefmikið  

Hægt tölt: 8,5

Hægt stökk: 8,5

17.05.2011 14:05

Glymur í dóm


Glymur Limur í byggingadóm.

Vorið er komið og grundirnar gróa og Glymur er kominn í dóm. Herdís, Jón og Gústi kynbótadómarar þurftu að setja upp sólgleraugun þegar stórstjarnan kom í salinn í kynbótadóm. Á hliðarlínunni voru Helgi, Dabbi Matt og Raggi Tomm og sperrrtu eyrun er dómarnir létu stóru tölurnar falla (vonandi niður á blaðið líka).
Glymur Limur er í feikna standi og ef allt gengur upp þá munum við eiga einn umtalaðasta stóðhesta landsins í kvöld. En ef það gengur ekki vel þá er það að sjálfssögðu dómurunum að kenna eða kuldanum því eins og allir karlmenn vita þá eru Limir ekki mikið fyrir að sýna sig í miklum kulda.
  • 1