LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912839
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:35:01

Færslur: 2010 Apríl

29.04.2010 17:03

Limurinn tekinn út


Forystusauðir Limsfélagsins, flestir stjórnarmenn, fóru og skoðuðu Liminn hjá Jóhanni tamningamanni. Stefnan var tekinn á Gaddstaðaflati og settist kafteinn Siggi Svavars undir stýri, því bæði Garðar og Jón plömmi eru svo rólegir í tíðinni að við hefðum ekki náð fyrir mánaðarmót ef þeir hefðu keyrt.  Keyrslan var slík að undirritaður hringdi í konuna sína og bað hana að hafa samband við tryggingafélagið og hækka líftrygginguna. En allir komust við heilu og höldu á Gaddstaðaflati, enda Siggi búinn að keyra svona formúluakstur í 30 ár og orðinn þaulvanur að þræða á milli hættulegra ökumanna sem keyra á löglegum hraða á þjóðvegunum okkar. Kristinn í Skarði eða einhverjir aðrir staðahaldarar hafa haft nasasjón af komu okkar Reykvíkinganna, því búið væri að taka veginn í sundur niður að Gaddstaðaflötunum en við vorum á amerískum torfærubíl og greinilegt að Siggi hefur einhverntíman áður keyrt utanvega (hmmm skildi umhverfisstofnun vita af því).

Limurinn var skoðaður í krók og kima, hefur þroskast töluvert og bætt á sig vöðvum.  Því næst lagði Jóhann á gripinn og reið honum fyrir okkur á brautinni eða öllu heldur í sandkassanum, því brautin var laus í sér eins og vikurhrúga. En Limmi öslaði þetta af myndarskap, greip efnilega í skeiðið og verður jafnvel alhliða þó töltið verði hans sterkasta gangtegund. Hann er einkar geðgóður og á örugglega eftir að gefa frábæra dúllu reiðhesta sem öllum líkar við. Meira að segja Helgi múrari sagðist ætla að finna sér meri til að halda undir hann í sumar því hann þyrfti að eiga svona frábæran reiðhest, traustan og flöskufæran í ellinni.

Þar sem fjallað var um stjórn Limsfélagsins í Skýrslunni um hrunið og hún harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki nægilegt gegnsæi með Liminn. Á grunvelli þessarar gagnrýni var sú ákvörðun tekin af skilanefnd, sem var sett yfir stjórn Limsfélagsins, að gefa hluthöfum kost á að sjá gripinn á Stórsýningunni Fáks á laugardagskvöldið. Þar er fastlega búist við að Limurinn slái í gegn og aðsóknin verði mikil í hann í sumar. Helgi er búinn að finna girðingu fyrir hann í sumar og er hún í Hornvík á Ströndum. Hryssueigendur eru bara beðnir að kaupa aukatryggingu fyrir ísbjarnarárásum á hryssurnar sínar eða redda girðingu nær menningunni fyrir skærustu vonarstjörnu íslenskrar hrossaræktar.  Nú ef svo ólíklega færi að hann slái ekki í gegn þá eru örugglega nokkrar girðingar lausar undir Eyjafjöllunum en þá eru hryssueigendur bara beðnir að koma með vel feitar hryssur og sækja þær fljótt aftur (ekki þarf að koma með tannbursta því nóg er af flúor á svæðinu).

Að endingu viljum við svo minna hluthafa og aðra að LÆRA eftirfarandi afsakanir og kasta fram ef svo ólíklega vill til að Limurinn verði ekki bestur á sýningunni:

*Hann er í hormónasjokki

*Hann hefur verið taminn samkvæmt Hólaaðferðum, blómstar því eftir 5 ár.

*Hann er góður heima á afleggjarnum

*Hann tók ekki lyfin sín í morgun (Jóhann er grunaður um að hafa tekið sjálfur öll stinningarlyfin sem Garðar skrifaði upp á svo Limur væri stinnur og flottur).

*Hann vissi ekki að hann ætti að vera góður núna (var það ekki á morgun?)

*Hann er uppalinn í Dölunum

*Hann fer fallega í haganum

*Hann er aðeins á fjórða vetur

*Hann er eðlilega járnaður

*Hann er flottur á fetinu

*HANS TÍMI MUN KOMA..................

  • 1