LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912839
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:35:01

Færslur: 2010 Mars

12.03.2010 20:49

Vorferð 2010

Ferðasaga Limsverja

Á laugardaginn síðast liðinn fór Hrossaræktardeild Fáks og Limsfélagið í sameiginlega vísinda- og skemmtiferð um Suðurland og að sjálfsögðu var sá mikli garpur Limur frá Leiðólfsstöðum tekinn út og skoðaður. Byrjað var að vísitera hjá því heiðursfólki Olil og Bergi á Syðri-Gegnishólum. Gaman var að sjá hvað þau eru vel hestuð, nánast öll hrossin úr þeirra eigin ræktun og fékk hópurinn flotta kynningu á hverjum einasta hesti í báðum hesthúsunum. Bergur bóndi fór á kostum í ættfræði hrossa og skemmtisögum og í framhaldinu sýndu þau, ásamt tamningarmönnum á búinu, listir sínar í reiðmennsku í nýrri reiðhöll sem þau hafa reist á jörðinni. Olil sýndi snilli sína sem reiðmaður og fór yfir ýmsar söfnunaræfingar og það voru tilþrif í lagi og höfðu gestir gaman af. Sendum við Olil og Bergi og þeirra fólki okkar bestu þakkir fyrir flottar móttökur. 

Því næst var haldið á Hellu í síðbúinn hádegisverð á veitingastaðinn Árhús. Þar þáðu félagar góðar veitingar á kosta kjörum og var vel gert við hópnn. Þá var komið að því að renna í Landssveitina, nánar tiltekið í Neðra-Sel til Jóa og Theódóru, en þar er Limurinn í tamningu og þjálfun. Jói var svo flottur á því að hann lagði á upphitunarhest áður enn Limurinn var tekinn til kostanna og var eigenda hópurinn almennt ánægður með stöðuna á Limnum og alveg öruggt að hann verður til alls vís á sumri komanda. Því næst var haldið heim á leið þar sem menn þurftu að koma sér í rétta formið og mæta á ballið hjá Kvennadeild Fáks þar sem dansaðir voru indverskir dansar langt fram á nótt.
 
Stjórnir félagana þakka öllum sem tóku á móti hópnum og gerðu þessa ferð eins skemmtilega og raunin varð.
Sjáið fleiri myndir úr ferðinni í myndaalbúmi.
 
Kær kveðja
Stjórn Hrossaræktardeildar Fáks og Limsfélagið
  • 1