LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912839
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:35:01

Færslur: 2009 Október

19.10.2009 19:23


Limur frá Leiðólfsstöðum slær í gegn !

Hin árlega haustferð Limsfélagsins sem farin var á Laugardag síðastliðin tókst með eindæmum vel og óhætt að segja eigendur og velunnarar Lims frá Leiðólfsstöðum voru í 10.000 fetum eftir heimsóknina til Jóa og Theódóru að Neðra-seli í Landssveit. Limurinn hefur verið þar í frumtamningu síðustu 6 vikurnar og fer svona ljómandi vel af stað og óhætt að segja að þarna er stjarna á ferð. Hafa þau heiðurshjón í Neðra-Seli greinilega sinnt Limnum vel.

 

Dagurinn var í alla staði mjög ánægulegur, byrjað var á heimsókn til Ella og Viðju í Langholti en þangað er alltaf gaman að koma ,margt skoðað og mikið spjallað. Því næst fræddust Limsfélagar um bjór og ölgerð í Brugghúsinu Ölvisholti og það leiddist engum og mikið smakkað.

Næsti viðkomustaður var Helgi Kanslari á Hellu en sárt hungur var farið að gera vart við sig hjá hressum Limsfélögum og snæddu þeir pizzur og hamborgarar af bestu gerð.

Þá var komið að því að hitta heimilisfólkið á Skeiðvöllum og tók þar á móti hópnum léttur og kátur Sigurður Sæmundsson ásamt fríðu föruneyti og aðstaðan hreint út sagt glæsileg.

Limsfélagið þakkar öllum sem gerðu þessa skemmtiferð mögulega og sérstaklega þeim sem

tóku á móti hópnum og gerðu vel við okkur.  Þess vegna getum við ekki látið hjá líða að nefna rausnarlega rmóttökur hjá Limsfélaganum Jónsa og konu hans Gullu sem oft er kennd við Skalla en þau tóku á móti hópnum í glæsilegu sumarhúsi sínu sem gerði  mikla lukku í enda ferðar.  

 

Undir myndaalbúm eru nokkar myndir úr ferðini, eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru á laugardag þá er mikið efni þarna á ferðini og ljóst að gengisvísitala í Limshlutum á eftir að taka mikin kipp á næstu dögum og vikum og ekki er nú félagsskapurinn síðri , Limsfélagar greinilega stuðboltar upp til hópa. 

 

 

Kær kveðja,  

Stjórn Limsfélagsins.   

 


08.10.2009 15:36

Haustferð Limsfélaga

Kæru Limsverjar, þá er stóra stundin runnin upp, Limurinn verður tekinn út laugardaginn 17. okt., því þá verður hin árlega haustferð Limsfélagsins. Stefnan er tekin á Suðurlandið og verða þar áhugaverðir staðir skoðaðir, m.a. tvær heitustu tamningarstöðvarnar heimsóttar sem og skemmtilegir hestamenn. Komið verður við í bjórverksmiðju til að fræðast og smakka íslenskan bjór - veljum íslenskt í kreppunni. Síðan en ekki síst þá verður tekin út tamningin á Lim en hann er búinn að vera í rúmlega mánuð í tamningu.

Lagt verður af stað kl. 11:00 í rútu og komið heim um 18:00. Verð fyrir rútu og bjórverksmiðjuna er ca. 3.500 kr.

Vinsamlega látið vita með mætingu í síma 698-8370 eða senda tölvupóst á fakur@simnet.is fyrir miðvikudaginn 15. okt.
  • 1