LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2009 September

20.09.2009 12:50

Haustferð

Haustferð Limsfélagsins verður farin uppúr miðjum  október .
Nánari dagskrá  auglýst um mánaðarmótin sept.-okt.

09.09.2009 10:00

Limur í tamninguVæntingavísitölur og hagtölur á mörkuðum tóku kipp í morgun því "Mafíosforingjanrir" tveir (Helgi og Garðar) fóru í gærkvöldi og tók út Liminn, þ.e. tamninguna á honum. Limur er búinn að vera í tamningu í heilar 3 vikur og fer hann vel af stað. Svo vel að Helgi falaði hann í smalamennskur í Dölunum, en þó vel væri boðið var ákveðið að láta hann vera á tamningastöðinni áfram næsta mánuðinn. Ef fram fer sem horfir þá er stefnt á að leyfa almenningnum að skoða gripinn í október - áður en honum verður sleppt í hagann.Foringjunum leist vel á Liminn en þetta er allt spurning um reisingu og stinningu - á gangi. Dundað er í Limnum á hverjum degi og hækkar reisingin og stinningin eykst svo þetta lítur vel út eða eins og kerlingin sagði "Ef Limur verður stinnur og vel reistur þá verð ég ánægð."
Limur er einkar geðgóður og prúður í umgengni og svarar tamningunni vel - svo vel að við fórum fram á afslátt hjá tamningarmanninum en það verður betur rætt seinna undir fjórum bjórum.Eitt gleymdist þó en við ætluðum að hafa með bikar til að æfa hann fyrir verðlaunaafhendinguna á Landsmótinu - en við gerum það bara næst og fáum Guðna Ágústsson til að æfa það með okkur svo það verði sem raunverulegast. Því ekki má Limur vera okkur til skammar í verðlaunaafhendingunni á Landsmótinu og vera hræddur við glasandi bikara eins og sumir hátt dæmdir stóðhestar hafa orðið.

Viðvörun!!! Ef foringjarnir reyna að kaupa fleiri hluti af ykkur þá er um innherjasvik að ræða því þeir vita meira en almennur hluthafi - svo ekki selja þeim ykkar hlut þó að þeir bjóði gull og græna skóga eða beiti sálfræðitækninni á ykkur.


Það sem okkur þótti einna flottast var hversu flottur taglburður var á Limma - verður sennilega með flottasta taglburðinn á landsmótinu og er það verðmætur eiginleiki í ræktunina.
  • 1