LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2009 Maí

27.05.2009 00:38

Hugarleikfimi

Í ætt Limsins koma Síða frá Sauðárkróki og Hrafn frá Holtsmúla nokkrum sinnum fyrir.
Notið nú ættfræðikunnáttuna og finnið út hversu oft.Hrafn                     Síða

26.05.2009 23:31

Fyrstu Limsafkvæmi fædd

Fyrstu afkvæmi Lims frá Leiðólfsstöðum eru mætt í heiminn.
Jarpskjótt merfolald,undan Kolskör frá Engihlíð og þar með sammæðra Vila frá Engihlíð,keppnishesti Viggu Matt.
Og rauðstjörnótt hestfolald,móðir Perla frá Glæsibæ.
Sjá nýjar myndir

05.05.2009 20:09

Fyrsta gleðikvöldið

Fyrsta  gleðikvöld Limsfélagsins var haldið sl. föstudagskvöld, þann 1. maí.

Markmið  félagsins er að halda reglulega  slík kvöld sem einkennast skuli af  gleði og jafnvel einnig af söng.

Fór það enda svo  að kvöldið endurspeglaði fölskvalausa gleði Lima yfir augljósum hæfileikum folans og innihaldsríkum umræðum um þá.

Það var svo til að  styrkja enn frekar trúna á folanum að  sýnt var myndband af systur Lims, glæsihryssuna Sóldísi frá Leiðólfsstöðum,  6 vetra gæðingshryssu sem þekktur hrossaræktandi lýsti svo; fasmikil með háar og miklar hreyfingar, mjúk á tölti, skrefmikil á brokki og áreiðanlega alveg sprautuvökur líka. Ljóst var að menn fóru að  stofna til félagsskapar til að fjármagna kaup á merinni.

Það kom einnig í ljós á fundinum  að dæmi eru orðin um að menn hafi verið að  selja  hálfa hluti í Lim til að bjarga fjárhag heimilisins á krepputímum.

Það er ljóst að þetta kvöld lofar góðu um framhaldið og að nokkur skemmtan sé líkleg á komandi gleðikvöldum félagsins.

Næsta gleðikvöld er áformað næsta haust þegar við fögnum hæfileikum Lims að lokinni frumtamningu.

 

  • 1