LIMSFÉLAGIÐ

Félagsskapur skemmtilegra hestamanna

Tenglar

Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 70
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 912803
Samtals gestir: 146173
Tölur uppfærðar: 19.9.2021 11:02:13

Færslur: 2009 Apríl

22.04.2009 12:39

Limshátíð

Þann 1. maí n.k. milli kl 21:00 - 23:00 verður haldin móttaka fyrir hluthafa í hinum bráðefnilega Lim frá Leiðólfsstöðum. Hátíðin verður haldin í höfuðvígi hestsins sem er anddyri reiðhallarinar í Víðidal. Þar verða afhent skírteini sem staðfesta eignarhluti í hestinum og farið almennt yfir stöðu mála.

Stefnt er að því að bjóða upp á veitingar gegn vægu gjaldi, að Limsfélagar geri sér dagamun og gleðjist saman. Hápunktur kvöldsins verður sennilega sýning systur Lims, 5 vetra hryssunni Sóldísi frá Leiðólfsstöðum sem er undan Huga frá Hafsteinsstöðum. Þar er víst mikið afkasta hross á ferð sem gefur tóninn um það sem koma skal hjá litla bróður.

Búið er að finna góða girðingu á Suðurlandi í sumar fyrir Liminn og er hluthöfum bent á að sækja um pláss á heimasíðuni limur.123.is sjá (sumarsæla) eða á netfangið sts@centrum.is  Hóflegt þykir að 3ja vetra foli sinni u.þ.b. 30 hryssum yfir sumarið ef eftirspurn reynist umfram það verða dregnir út happadrættir. Öðrum en eigendum er ekki hægt að lofa plássi undir hestinn þar sem áhugi fyrir Limnum er mikil. Stjórnin hvetur þó áhugasama til að senda fyrirspurnir og reynt verður eins og kostur er að að verða við beiðnum. 

 Þar sem eitthvað vantaði upp á að netföng hluthafa skiluðu sér þegar listinn var gerður langar stjórnina að biðja alla hluthafa að senda póst með því netfangi og/eða símanúmeri sem þeir vilja að fylgi sínum hlut á fakur@simnet.is  eða með SMS á númerið 698 8370.

 

13.04.2009 22:10

Limsfélagar athugið!


Limsfélagar athugið!

Limshátíð verður haldin föstudaginn 1.maí n.k. kl.21:00 í Reiðhöllinni Víðidal
  • 1