05.03.2018 22:25

Vorferð 2018

Visindaferd kynbótanefndar Fáks og Limsfélagsins verdur laugardaginn 10. mars. M.á. heimsóttur verður einn best ríðandi hestamaður  landsins 
Brottför kl. 9:30 frá Reiðhöllinni.
Nánar á http://limur.123.is  & http://fakur.is  Skráning  fyrir fimmtudagskvöld s: 698 8370 Helgi

14.01.2018 14:57

Hrossakjöt 2018

Að þessu sinn lenti veislan á þrettándanum (6.janúar ) erfið dagsetning fyrir saltað og reykt  stuttt frá jólum og margar jólakveðjuveislur í gangi eins og vera ber. En það rættist úr þessu,góð þátttaka og allir í góðum gír. Sú nýlunda var að Dalafólkið Svala og Eyþór buðu uppá smakk á gröfnu hrossakjöti en þau eru stórtækir blóðbændur ( með blóðmerar í tugatali). 
Óli Svavar og Geiri Réttur voru á sínum stað í forréttadeildinni og Gústi atvinnurekandi á stimplinum við innganginn, fengu menn þar eitt eða fleiri merki eftir geðþótta stimplarans. Okkar ástsæli Silli Ægis var vant við látinn að þessu sinni,þannig að  valkyrjurnar Sigrún Guðjóns og Þórey Sigugbjörns  tækluðu eldamennskuna með stæl þetta kvöld.  Ekki má gleyma þætti Karenar Rúnar sem frá upphafi hefur að mestu séð um undirbúningi kvöldsins, stýra barnum og myndefni sem alltaf er stór þáttur Hrossakjötskvöldanna.  Á komandi Landsmóti verður kynbótabrautin fyrir neðan Fáksheimilið og þótti Limverjum sjálfgefið að láta Kolfinn frá Varmá vígja brautina, í tilefni kvöldsins og gerður þeir Kolfinnur og Siggi Matt það með stæl,enda tveir snillingar á ferð.  Eftir borðhald þar sem haninn hefur verið borðskreyting hússins frá ómunatíð og Glymsjárnin hennar Siggu á Grund skreyttu veisluborðið kom að verlaunaafhendingu kynbótanefndar Fáks í umsjón frá upphafi þeirra: Garðars Sigursteinssonar fráfarandi formanns kynbótanefndar, eftir er skilinn höfuðlaus her án geðlæknis og Guðmundar Birkis formanns hestamannafélagsins Trausta (aldrei verið Fáksmaður nema í anda).  Birki fórst verkefnið vel úr hendi sem fyrr með því að tala tungum og fara með vísur á fjölmörgum tungumálum í upphafi.
Og síðan sérstakri þekkingu á ætttum hrossanna sem hann rekur jafnvel  aftur í aldir með skemmtilegri framsögu, ekki skemmir ef  Laugarvatnsræktin komi við sögu í gæðinga framleiðslu Fáksmanna.
Þessi þáttur kvöldsins er alltaf jafn áhugaverður enda ræktun íslenska hestsins undirstaða örlaga hans til framtíðar.
Siggi Svavars töffarinn sjálfur í 50 ár kynnti næstann Berg Pálsson frá Hólmahjáleigu sögumann mikinn og ekki fataðist honum flugið  í mælskunni þar sem hann gekk um sviðið með fón í hönd og sagði sögur af sunnlendingum og ýmsar ráðherrasögur sem ekki þykja prenthæfar.
Dagskrá kvöldsins endaði með heiðrun Limsverja ársins Þór Gylfa Sigurbjörnssonar sem hlaut að launum ómetanlegt málverk eftir Bjarna Þór.

Veislugestir takk fyrir kvöldið!
Sjáumst að ári!


24.12.2017 11:00


                                         Kolfinnur frá Varmá og Edda Rún

17.12.2017 23:53

Næsti viðburður

Hrossakjötsveisla 6.janúar 2018

17.12.2017 23:37

Káragerðistúr

Á laugardeginum 9.desember í blíðu veðri,heiðskíru og vægu frosti fóru Limsverjar austur í Káragerði í Vestur -Landeyjum. Tilgangur þessarar reisu var að taka út 4 vikna tamningu á Alsæl.
Folinn fór um á léttu brokki og Sara Sigurbjörnsdóttir sagði hann ljúfan og viljugan,svo það er góð byrjun.
Eftir Alsæls úttektina var ferðalöngum boðið í stórveislu hjá bændum í Káragerði þeim Viðari ,Rögnu og Ívu og þökkum við innilega fyrir okkur.
Á heimleiðinni var droppað við á Sumarliðabæ í  Holtum til að líta nýjasta hestabúgarðsævintýrið augum.
Bústjórinn Óli Binni (Draumur) renndi í hlað samferða okkur, á nýja traktornum og sýndi ferðalöngum stórbyggingar af sinni kunnu ljúfmennsku.
Ferðafélögum þakka ég hressan og skemmtilegan félagsskap og ekki síst bílstjóranum í ferðinni Svenna Garðars.


04.12.2017 22:02

Alsæll

Grundvallaryfirskoðurnarferð á Alsæl verður farin n.k.laugardag 09.desember .
Farið verður frá Reiðhölllinni Víðidal kl.09:30
Nánari upplýsingar og tillkynngarskylda  í síma :698-8370 í síðasta lagi 7.desember n.k.

27.09.2017 21:41

Nýr tengill

Valtýr frá Sólheimum tveggja vetra stóðhestur undan Glaumi

Sjá tengil

25.06.2017 23:20

Kvöldfréttir

Í byrjun mánaðarins var Limskvöld með folum Limsgroup haldið. Góð þáttaka Limsverja  var á kvöldinu  að líta hesta sína augum og líkaði flestum vel það sem fyrir augu bar.

Gaman er að sjá hversu ólíkir hestarnir eru en allir góðir  að mati eigenda sinna.

Forleikur sá yngsti er stór eftir aldri (yfir 140 cm .hár tveggja vetra) háfættur ,fallegur og hvikur.

Alsæll sem búni er að láta hafa fyrir uppeldinu virðist vera að skila því með sína mjúku yfiirlínu  og fallegu miklu hreyfingu.

Kolfinnur sýndi að hann er framtíðar gæðingur enda fór hann í góðan dóm þrem dögum síðar.(1.verðalun 4.vetra)

Glaumur fór um brautina,hágengur ,skrefmikill ,fasmikill eins og hans er siður.

Komnir eru nokkrir árgangar undan Glaum og var ánægja með þau fyrstu sem fóru undir hnakk.

Staðsetning hestanna í sumar :
Glaumur : Langholtsparti í Flóa  frekari upplýsingar í síma 698-8370
Kolfinnur : Reykhólum ,frekari upplýsingar í síma 698-8370
Alsæll: Eylandi í Landeyjum frekari upplýsingar í síma 696-2106

eða í tölvupóstfangi hs@simnet.is
 

09.06.2017 02:26

Skraut á Fáksplanið

N.k.mánudagskvöld 12.júní verða allir folar Limsfélagsina fengnir til að skreyta Fáksplanið aðeins .
Allir velkomnir til að fylgjast með glæstum folum stíga létt spor :)

15.05.2017 07:15

Glaumssonur


Veturgamall Glaumssonur frá Kjalnesingagoðanum 

07.05.2017 00:35

Sumardráttur

Ágætu félagar  í Limsfélaginu 
Þeir sem hafa áhuga á að setja hryssur undir einhvern af hestum Limsfélagsins hafi samband við Helga í s:698-8370
Ákvörðun um hólf fer eftir áhuga eigenda.
Þó hefur verið ákveðið að Alsæll verði í girðingu  við Hvolsvöll  

Aðrar fréttir:
Glaumur fer í brautarverkefni í maí eins og áður hefur komið fram og stefnt er með Kolfinn í kynbótadóm á næstu vikum.

07.05.2017 00:28

Nál frá Sauðafelli4v.hryssa Nál frá Sauðafelli ,faðir Glaumur frá Geirmundarstöðum